Fókus

TÍMAVÉLIN: Sótölvaðir embættismenn í Bergstaðastræti – Nokkrir unnu hjá Íslandsbanka

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 15. júní 2018 18:00

Laugardagskvöldið 23. febrúar árið 1924 fór samkvæmi embættismanna og bankamanna svo úr böndunum að kalla þurfti til lögreglu.

Samkvæmið var haldið í húsi við Bergstaðastræti og á tólfta tímanum voru hávaðinn og ópin orðin svo mikil að nágrannarnir þoldu ekki við.

Kona ein hringdi á lögregluna sem braust inn bakdyramegin í húsið.

Dró þá úr hávaðanum en út ultu tuttugu sótölvaðir menn, sumir óðir og ataðir í blóði eins og sagði í Alþýðublaðinu 26. febrúar.

Þurfti tvo menn til að leiða hann út

Mest voru þetta ungir menn og sumir þeirra voru einkennisklæddir.

Einn af þeim, starfsmaður Íslandsbanka, var svo hart leikinn af áfenginu að tvo menn þurfti til að leiða hann út.

Sjaldgæft var að kalla þyrfti lögreglu til að reka fólk út úr einkahúsum:

„…en einhvers staðar verða vondar kindur að vera.“

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom alls staðar að lokuðum dyrum þegar hann leitaði sér hjálpar

Kom alls staðar að lokuðum dyrum þegar hann leitaði sér hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

TÍMAVÉLIN: Átti 56 eiginkonur og þráði gröfina

TÍMAVÉLIN: Átti 56 eiginkonur og þráði gröfina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenskir nasistar: Gitler rotaður á kolabingnum

Íslenskir nasistar: Gitler rotaður á kolabingnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ævar Þór kynntist unnustunni á sviði: Ástin kviknaði við fjarveru Stebba Hilmars

Ævar Þór kynntist unnustunni á sviði: Ástin kviknaði við fjarveru Stebba Hilmars