fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

TÍMAVÉLIN: Sótölvaðir embættismenn í Bergstaðastræti – Nokkrir unnu hjá Íslandsbanka

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 15. júní 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardagskvöldið 23. febrúar árið 1924 fór samkvæmi embættismanna og bankamanna svo úr böndunum að kalla þurfti til lögreglu.

Samkvæmið var haldið í húsi við Bergstaðastræti og á tólfta tímanum voru hávaðinn og ópin orðin svo mikil að nágrannarnir þoldu ekki við.

Kona ein hringdi á lögregluna sem braust inn bakdyramegin í húsið.

Dró þá úr hávaðanum en út ultu tuttugu sótölvaðir menn, sumir óðir og ataðir í blóði eins og sagði í Alþýðublaðinu 26. febrúar.

Þurfti tvo menn til að leiða hann út

Mest voru þetta ungir menn og sumir þeirra voru einkennisklæddir.

Einn af þeim, starfsmaður Íslandsbanka, var svo hart leikinn af áfenginu að tvo menn þurfti til að leiða hann út.

Sjaldgæft var að kalla þyrfti lögreglu til að reka fólk út úr einkahúsum:

„…en einhvers staðar verða vondar kindur að vera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla