fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

TÍMAVÉLIN: Einbúinn Helgi sauð allt slátrið í einum kepp

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 20. maí 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Gunnarsson var einbúi á bænum Grund í Jökuldal í tæpan áratug. Ekki er víst að einsetulífið hafi gert honum gott því að í Viðtali við Fálkann árið 1965 sagði Helgi frá því að hann sæi drauga, læsi barnabækur og tæki allt slátur í einum kepp.

Sá þrekvaxinn draug með yfirskegg

Helgi var fæddur árið 1903 á bænum Gautsstöðum í Jökuldal inn í sex manna fjölskyldu. Þegar annað heimilisfólk var annaðhvort dáið eða flutt í burtu ákvað Helgi að stunda búskap einsamall en hann var þá orðinn eineygður eftir slysaskot af haglabyssu. Þegar Helgi bjó á Grund um miðja öldina átti hann hundrað ær en ekkert annað fé. Í örfá skipti hitti hann nágranna sína en langt var á milli bæja. Helgi var stoltur af sínum búskap og hreykti sér af því að hafa aldrei misst kind í hrakningum. Einmanaleikinn sótti hins vegar á hann. Þegar hitt augað fór að gefa sig árið 1961 flutti hann til Reykjavíkur og var þá með vinnustofu þar sem hann bjó til bursta og fleira.

„Ég held að það ætti að banna með lögum að menn búi kvenmannslausir, alveg skilyrðislaust,“ sagði hann við blaðamann Fálkans árið 1965.

Blaðamaður hafði haft fregnir af reimleikum í Jökuldal og spurði Helga út í þá. Helgi játaði því og sagðist hafa séð draug í tvö skipti.

„Það var eitt kvöldið að ég var að lesa. Þá sé ég hvar stendur maður í grænum stakki með áfasta hettu á miðju gólfi. Þetta var þrekvaxinn maður með svart yfirskegg. Hann horfði lengi á mig og ég á hann, en ekki yrti ég á hann. Svo fór hann að horfa á stóran spegil á veggnum og horfði í hann lengi. Svo gekk hann út um lokaðar stofudyrnar, án þess að gera mér neitt, en ég heyrði að hann skellti útidyrahurðinni.“

Í annað skipti sagðist Helgi hafa séð ungling, ljósleitan og í þröngum fötum, við hlöðudyrnar. Hafði hann lokuð augu og gekk í áttina til Helga en leystist svo upp og hvarf.

Risakeppur

Helgi eldaði vitaskuld allan sinn mat sjálfur, árin sem hann bjó einn. Stundum var sú matseld tilraunakennd í meira lagi eins og þegar hann sauð slátur. Fannst honum allt of mikið dútl að sjóða marga keppi þannig að hann sauð einn stóran.

„Ég tók sundur olíutunnu. Svo fékk ég mér einn stóran léreftspoka undan hafragrjónum. Ég skellti slátrinu í pokann og sauð það svo í tunnunni þegar ég hafði hrært það. Ég varð að nota eylandsljá þegar ég fékk mér sneið. Þetta bragðaðist ágætlega, þó var það hálfhrátt innst inni.“

Helgi var mikill íslenskumaður og orti kvæði, flest með ferskeyttum hætti. Ávallt las hann mikið en eftir að hann blindaðist las hann aðallega barnabækur með blindraletri. Hann bjó lengi í húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð 17.

Árið 1983 lærbrotnaði hann í slysi í húsnæðinu og var heilsuveill eftir það.

Helgi lést árið 1988.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar