Mánudagur 17.desember 2018
Fókus

TÍMAVÉLIN: Dínamít í tófugreni: „Hættulegt hvort sem það er í höndum óvita eða illvirkja“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 19. maí 2018 11:00

Sumarið 1979 var á sjöunda tug kílóa af dínamít-sprengiefni og 150 hvellhettum stolið úr skemmu fyrirtækisins Léttsteypunnar í Reykjahlíð við Mývatn en Léttsteypan sérhæfði sig í framleiðslu hleðslusteina og veghellna.

Þann 14. september sama ár var bóndinn á Grímsstöðum að smala í landi sínu þegar hann rakst á þýfið í hraungjótu við gamalt tófugreni. Hann hringdi samstundis í lögregluna á Húsavík sem mætti á svæðið.

Tryggvi Kristvinsson yfirlögreglumaður sagði brúnaþungur við Vísi: „Við vitum enn ekki hvort þetta er dínamítið, sem stolið var. Og við vitum enn ekki hvort hér sé allt sprengiefnið fundið en það er mest um vert, að þetta sprengiefni fannst, því það er mjög hættulegt hvort sem það er í höndum óvita eða illvirkja.“ Rannsókn málsins hélt áfram en ekki var upplýst hvort þjófurinn fannst.

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli komin með Heilsuvarp

Ragga nagli komin með Heilsuvarp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“