Mánudagur 17.desember 2018
Fókus

TÍMAVÉLIN: Þóttust vera kóngafólk og plötuðu herinn

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. maí 2018 19:30

Maður að nafni Horace de Vere Cole var einn þekktasti prakkari sögunnar. Hann skipulagði ýmsa hrekki ásamt félögum sínum úr Cambridge-háskóla í Bretlandi, þar á meðal rithöfundinum Virginiu Woolf.

Í febrúar árið 1910 fóru þau um borð í herskipið HMS Dreadnought, dulbúin sem konungsfjölskyldan í Abbyssínu (nú Eþíópíu) og máluð svört í framan.

Asinn var mikill um borð og áhöfnin fann ekki fána Abbyssínu þannig að þeir flögguðu fána Zanzibar og spiluðu þjóðsöng þeirrar eyju.

Cole og félagar töluðu bullmál sín á milli sem samanstóð aðallega af latneskum og forngrískum frösum. Þá hengdu þau orður á skipherrana og hópmynd var tekin fyrir dagblöðin. Þegar hrekkurinn komst upp var áhöfn Dreadnought og breski sjóherinn niðurlægð.

Krafist var þess að prakkararnir yrðu handteknir en að lokum var sæst á að þeir fengju táknræna rassskellingu með vendi.

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli komin með Heilsuvarp

Ragga nagli komin með Heilsuvarp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“