fbpx
Fókus

TÍMAVÉLIN: „Grófara klám en nokkru sinni hefur sést í íslensku sjónvarpi“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 12. maí 2018 17:36

Sjónvarpsstöðin Sýn var lengi að finna sér farveg og stefnu á íslenskum sjónvarpsmarkaði.

Árið 1989 fékk Sýn hf. leyfi fyrir stöðinni en að því samstarfi stóðu DV og Bíóhöllin. Sýn hf. kom stöðinni hins vegar ekki í loftið og keypti Stöð 2 leyfið í maímánuði ári síðar.

Til að byrja með var stöðin aðallega notuð til þess að sjónvarpa þingfundum.

Á seinni hluta tíunda áratugarins var alls kyns bandarískt skemmtiefni sýnt á Sýn, þar á meðal mikið af erótískum myndum, hryllingsmyndum og bardagaþáttum á borð við American Gladiators.

Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði dagskrá stöðvarinnar að umtalsefni í þinginu og spurði menntamálaráðherra hvort dagskráin samræmdist lögum.

„Þessi sjónvarpsstöð sýnir grófara klám en nokkru sinni hefur sést í íslensku sjónvarpi.“

Síðar varð Sýn að hreinræktaðri íþróttastöð en breytti um nafn og varð að Stöð 2 Sport árið 2008.

Þar hafið’i það!

 

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

DV Tónlist á föstudaginn: EMMSJÉ GAUTI

DV Tónlist á föstudaginn: EMMSJÉ GAUTI
Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Hálendi Íslands eins og þú hefur aldrei séð það áður – Stórbrotið myndband Ólafs Más

Hálendi Íslands eins og þú hefur aldrei séð það áður – Stórbrotið myndband Ólafs Más
Fókus
Í gær

Elín Kára – „Sjoppufærsla ársins“

Elín Kára – „Sjoppufærsla ársins“
Fókus
Í gær

Hera þykir ekki nógu ljót

Hera þykir ekki nógu ljót
Fókus
Í gær

Petrína: „Það skiptir miklu máli fyrir þann veika að finna stuðning“

Petrína: „Það skiptir miklu máli fyrir þann veika að finna stuðning“
Fókus
Í gær

Mál­þing um brjósta­krabba­mein – Doktor Google & Google Maps

Mál­þing um brjósta­krabba­mein – Doktor Google & Google Maps
Fókus
Fyrir 2 dögum

Markvissar aðgerðir í Hafnarfirði gegn hrakandi málþroska íslenskra barna

Markvissar aðgerðir í Hafnarfirði gegn hrakandi málþroska íslenskra barna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gyða gefur út Evolution – Útgáfutónleikar og Airwaves

Gyða gefur út Evolution – Útgáfutónleikar og Airwaves