fbpx
Sunnudagur 16.desember 2018
Fókus

Svínahjörð dæmd til dauða

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 17:00

Réttarhöld yfir svíni Fjölmörg dýr voru tekin af lífi og sum sýknuð.

Þann 5. september árið 1379 gerðist mikill harmleikur í Búrgúndý-héraði í Frakklandi. Perrinot Muet, sonur svínahirðisins í Saint Marcel le Jeussey-klaustrinu, varð fyrir því óláni að vera drepinn af svínunum. Muet lenti milli tveggja hjarða af svínum sem felldu hann og tröðkuðu á honum þar til hann lést.

Fógeti var tafarlaust sóttur og hann sá að þarna var ekki um slys að ræða heldur morð. Hann gat þó ekki séð hvaða svín bæri ábyrgð á dauða Muet og handtók því þau öll. Augljóst var að sum hefðu beinlínis ráðist á og traðkað á Muet. Önnur væru samsek með því að horfa upp á þetta gerast og ættu þar með að hljóta sömu refsingu. Voru þau því öll svín klaustursins ákærð fyrir morðið á Perrinot Muet og fyrir dómara voru þau öll dæmd til dauða.

Ábótanum Humbert de Poutiers fannst þetta ansi hart og taldi að svínamissirinn yrði reiðarslag fyrir efnahag klaustursins. Skrifaði hann því bréf til hertogans af Búrgúndý og bað um að aðeins þrjár gyltur yrðu dæmdar fyrir morðið. Hin svínin yrðu skilgreind sem áhorfendur og náðuð. Hertoginn sýndi ábótanum skilning og féllst á tillögu hans. Var öllum svínunum nema þremur sleppt úr varðhaldi og færð klaustrinu.

Ekki eru til heimildir um hvernig aftaka gyltnanna þriggja fór fram. En fjölmörg dæmi eru til um réttarhöld og aftökur dýra á miðöldum. Fyrir jafn alvarlegan glæp og morð er ekki ólíklegt að gylturnar hafi annað hvort verið hengdar eða brenndar á báli.

 

 

 

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Nylon-stjarna gengin út
Fókus
Í gær

DV velur Mann ársins 2018: Taktu þátt í valinu

DV velur Mann ársins 2018: Taktu þátt í valinu
Fókus
Í gær

Downton Abbey kvikmynd á leiðinni – Sjáðu fyrstu kitluna

Downton Abbey kvikmynd á leiðinni – Sjáðu fyrstu kitluna
Fókus
Í gær

FM Belfast byrjaði sem jólagrín

FM Belfast byrjaði sem jólagrín
Fókus
Í gær

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ísheit Reykjavík stendur yfir – Stærsta samstarfsverkefni Norðurlanda í dansi

Ísheit Reykjavík stendur yfir – Stærsta samstarfsverkefni Norðurlanda í dansi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu