fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fókus

Helstu pyntingartól miðalda – Klofsögin, rottubúrið og járnfrúin

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 2. nóvember 2018 23:10

Júdasarstóll Stjaksetning á endaþarmi eða kynfærum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pyntingar eru árangursrík aðferð til að knýja fram játningar og í gegnum aldirnar hafa þær verið óspart notaðar til þess. Miðaldirnar í Evrópu eru beinlínis frægar fyrir hugmyndaauðgi böðlanna. Flestar tóku pyntingarnar langan tíma og leiddu gjarnan til dauða. Skipti það yfirvöld litlu máli ef hinn pyntaði játaði glæpi sína. Hér eru nokkur af helstu tólunum sem notuð voru í Evrópu á miðöldum.

 

Júdasarstóllinn

Einnig kallaður Júdasarvaggan og var notaður víða um Evrópu og sérstaklega vinsæll hjá spænska rannsóknarréttinum. Fórnarlambið var afklætt og bundið ofan við stólinn í sitjandi stöðu. Síðan var það látið síga hægt niður þannig að oddhvassi endinn færi upp í endaþarm eða kynfæri. Stundum var fórnarlambinu mjakað og olía notuð til að stjaksetja það og gat tekið nokkra daga.

Brjóstarífari
Notaður á ótrúar konur.

Brjóstarífarinn

Einnig kallaður kóngulóin. Tækið var aðallega notað á konur sem voru sakaðar um að hafa framið hórdómsbrot eða eytt fóstri. Brjóstarífarinn var yfirleitt hitaður vel upp áður en fjórum klóm hans var læst utan um brjóst konunnar. Þá var brjóstið annaðhvort togað eða rifið af konunni sem gat hæglega leitt til dauða. Ef hún lifði af yrði hún afskræmd það sem eftir var.

Rottubúr
Fórnarlömb étin lifandi.

Rottubúrið

Fórnarlambið var bundið liggjandi og hálft búr eða fata með lifandi rottu sett yfir kviðinn. Síðan voru heit kol sett ofan á búrið og rottan byrjaði að grafa og naga sig burt frá hitanum, inn í mjúkt holdið. Fyrst er minnst á þessa aðferð í hollensku byltingunni á sautjándu öld og síðast var hún notuð af einræðisherranum Pinochet í Chile.

Klofsög
Tvo þurfti til verksins.

Klofsögin

Þessi aðferð var notuð á miðöldum í Evrópu, Miðausturlöndum og Kína við ýmsum glæpum, þar á meðal hórdómsbrotum, göldrum og guðlasti. Fórnarlambið var afklætt og fætur þess bundnir við staura. Hékk það þá á hvolfi með klofið gleitt. Tveir böðlar notuðu svo stóra trjásög til að saga fórnarlambið í tvennt og byrjuðu á klofinu. Þar sem fórnarlambið var á hvolfi rann blóðið niður í heila og var því lifandi lengi.

Hausakremjari
Augun spíttust út og kjálkinn brotnaði.

Hausakremjarinn

Algengt pyntingartól hjá spænska rannsóknarréttinum. Kremjarinn var nokkurs konar þvinga með rá sem fór undir hökuna og hjálm yfir höfuðið. Með því að snúa skrúfu hægt var hjálminum ýtt niður á móti ránni og þrýstingurinn jókst á höfuðið. Til að byrja með brotnuðu tennurnar eða þrýstust inn í kjálkann. Síðan brotnaði kjálkinn alveg og beinin í andlitinu og augun spýttust út. Þetta gat tekið langan tíma því böðullinn herti og losaði til skiptis. Þeir sem lifðu af fengu oft heilaskaða.

Rekki
Fórnarlamb slitið í sundur.

Rekkinn

Sennilega eitt þekktasta pyntingartól sögunnar og notað allt frá fornöld. Fórnarlambið var bundið við rekkann og það síðan smám saman strekkt. Til að byrja með fóru öll liðamót úr skorðum, þá slitnuðu sinar og vöðvar. Ef togað var nógu lengi rifnuðu hendurnar eða fæturnir alveg af fórnarlambinu. Þeir sem lifðu af urðu alvarlega bæklaðir.

Járnfrú
Innblástur að þungarokkssveit.

Járnfrúin

Járnfrúin minnir á líkkistur egypsku faraóanna en er í raun þýsk uppfinning frá fjórtándu öld. Innan í járnfrúnni voru hárbeittir gaddar á öllum hliðum. Óljóst er hvort fórnarlömbin hafi verið kramin í járnfrúnni og þeim blætt út eða að þau hafi verið látin standa inni í henni og ekki getað hreyft sig án þess að stinga sig. Ekki er heldur víst hvort gaddar hafi verið í þeim öllum.

Líkkista
Sjóræningjar látnir hanga.

Líkkistan

Algeng aðferð til að pynta og aflífa sjóræningja. Líkkisturnar voru í raun búr sem fórnarlömbin voru sett í og hengd hátt upp til að allir sæju. Sjóræningjar voru gjarnan hengdir upp niðri við höfnina öðrum til viðvörunar. Það tók fórnarlambið nokkra daga að deyja úr ofþornun eða kulda.

Trúvillingagaffall
Hugmyndaauðgi spænska rannsóknarréttarins.

Trúvillingagaffallinn

Mikið notaður hjá spænska rannsóknarréttinum. Gaffallinn var oddhvass á báðum endum og var hann bundinn með leðuról utan um háls fórnarlambsins. Grófust þá oddhvössu endarnir inn í hökuna og inn í bringuna. Þetta olli því að fórnarlömbin gátu ekki sett höfuðið niður og ekki sofið, jafnvel svo dögum skipti.

 

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Alda Karen gengin út
Fókus
Í gær

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“
Fókus
Í gær

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við
Fókus
Í gær

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur