fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Hvernig gat Warren Jeffs náð ógnvænlegum tökum á söfnuði sínum?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 22:00

Warren Jeffs Dæmdur í 130 ára fangelsi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Briell Decker var lítil stúlka vissi hún hver framtíð hennar yrði, hver örlög hennar yrðu. Hennar beið það sama og systra hennar. En þegar dagurinn rann upp skalf hún og nötraði. „Komdu og sestu í kjöltu mína,“ sagði Warren. Briell var skelfingu lostin, 18 ára og nýorðin kona Warrens Jeffs, númer 65. Þetta gerðist fyrir 16 árum. Þetta hafði að vonum mikil áhrif á Briell og líf hennar. Fortíðin hefur alla tíð sótt á hana og litað líf hennar og gerir enn í dag mörgum árum eftir að Warren Jeffs var dæmdur í fangelsi. Hún hefur helgað líf sitt því að hjálpa þeim sem hafa gengið í gegnum svipaða lífsreynslu og hún og rekur nú athvarf í húsinu sem hún flúði úr fyrir sex árum, frá Warren Jeffs.

Saga Warrens Jeffs, sem var trúarleiðtogi stórs hóps sem aðhyllist mormónatrú, er ótrúleg en samt sem áður sönn. Hún vekur upp spurningar um hvernig einn maður geti náð svo miklum heljartökum á fólki að það gerir allt sem hann segir og sættir sig við allt. Af hverju mörg þúsund manns trúðu að fjölkvæni væri ávísun á beina leið til himna? Að þeim mun fleiri konur sem hver karl ætti, þeim mun nær væri hann guði? Að hár kvenna ætti að vera sítt svo hún geti þvegið fætur eiginmanns síns með því þegar hún kæmi til himna? Að hjón mættu ekki stunda kynlíf og aðeins 15 „útvaldir sæðisberar“ mættu stunda kynlíf með konunum? Þetta var meðal þess sem Jeffs sagði við áhangendur sína og vitnaði ávallt í opinberanir frá guði. Ekki er annað að sjá en hann hafi einmitt fengið margar slíkar opinberanir.

Það var þó Joseph Smith, stofnandi mormónahreyfingarinnar, sem fékk fyrstu opinberunina sem leiddi til þess að fjölkvæni varð talið nauðsynlegt til að komast til himna. Þetta var árið 1843. En fjölkvæni var og er ólöglegt í Bandaríkjunum og eftir átök árum saman við ríkisstjórnir landsins lét mormónakirkjan undan og 1910 fordæmdi hún og bannaði fjölkvæni. En það voru ekki allir sáttir við þetta og klofningshópur úr samfélagi mormóna stofnaði árið 1913 sinn eigin söfnuð sem heitir Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter-Day Saints (FLDS). Þessi söfnuður fer ýmsar aðrar leiðir en aðrir mormónar og lofsamar til dæmis fjölkvæni. Hreyfingin kom sér fyrir í Short Creek, sem er afskekkt svæði í Arizona, til að fá frið fyrir forvitnum augum umheimsins.

 

Eftirlitssamfélag

Ekki er vitað hvað gerðist hjá söfnuðinum fyrstu áratugina en vitað er að Rulon Jeffs, faðir Warrens, var leiðtogi safnaðarins frá 1986 til dauðadags 2002. Vitað er að hann dró ekki af sér því hann átti 75 konur þegar hann lést, þar af voru margar á barnsaldri, og 65 börn. Eitt þeirra var einmitt fyrrnefndur Warren. Hann tók við veldissprotanum af föður sínum og stýrði söfnuðinum harðri hendi næstu árin. Samfélagið breyttist í algjört eftirlitssamfélag. Eftirlitsmyndavélar voru settar upp alls staðar og tengdar beint heim til Warrens svo hann gat setið heima í stofu og fylgst með öllu og öllum og þannig refsað þeim sem fylgdu ekki strangri hugmyndafræði hans.

Skyndilega var notkun ákveðinna orða bönnuð. Vinir máttu ekki lengur umgangast. Leikföng voru tekin af börnunum. Ekki má gleyma hótununum, en fólki var í sífellu hótað að það yrði aðskilið frá fjölskyldum sínum í refsingarskyni vegna óhlýðni.

 

Bókstafstrúar mormónar
Heilaþvottur og ofbeldi er mikið vandamál.

Kynferðisofbeldið

Kynferðisofbeldi var eitt sem Warren Jeffs beitti í miklum mæli og bar hann fyrir sig að þetta væri bein fyrirskipun frá guði. Þegar hann var ákærður og dreginn fyrir dóm kom fram að fórnarlömb hans voru allt niður í 12 ára aldur. Hann batt barnungar stúlkur oft við sérsmíðað borð, sem líklegast má kalla nauðgunarborð, og nauðgaði þeim. Þetta gerði hann fyrir framan eiginkonur sínar og sérlega útvalda fylgismenn sem voru honum trúir og traustir. En enginn spurði spurninga eða efaðist um gerðir hans.

„Þegar þér hefur verið innrætt allt lífið að hann sé spámaðurinn, sá útvaldi, þegar þér er alltaf sagt að hann sé ósnertanlegur og sá sem talar við guð, fær heimsóknir frá guði, þá rembist þú við að vera meðal þeirra sem hann tekur með sér til himna,“ sagði eitt hinna heilaþvegnu safnaðarbarna.

Þetta átti einmitt við um fyrrnefnda Briell Decker en hún var fædd og uppalin í Short Creek. Hún segir þennan fyrrverandi eiginmann sinn hafa verið „viðbjóðslegan“. Hún gerði allt sem hún gat til að forðast hann.

„Annars hefði hann neytt mig til að vera með í hof-hlutunum sínum,“ sagði hún um eiginmanninn og bætti við að þar ætti hún við kynferðislega ofbeldið.

 

Handtakan

Briell var svo lánsöm að hjónabandið varði aðeins í þrjú ár, því 2005 var alríkislögreglan FBI á hælum hans vegna rannsóknar á hjónabandi hans og 16 ára stúlku. Hann var handtekinn ári síðar. Í bíl hans fann lögreglan fjórar tölvur, 16 farsíma, þrjár hárkollur, mörg sólgleraugu og mikið reiðufé. Þegar húsleit var gerð á heimili hans komst lögreglan að því að hann hafði kvænst fjölda barnungra stúlkna. Talið er að hann hafi kvænst um 80 konum og ungum stúlkum. Til samans eiga þær um 200 börn.

Warren var dæmdur í 130 ára fangelsi. Hann situr nú í fangelsi en talið er að hann stýri söfnuði sínum samt sem áður harðri hendi þaðan en margir safnaðarmeðlima telja hann vera „spámanninn“.

En þrátt fyrir að Warren hefði verið handtekinn sat Briell enn föst í klóm safnaðarins en safnaðarmeðlimum var haldið í járngreipum hans með ógnarstjórn þrátt fyrir handtökuna. Henni var hótað lífláti ef hún reyndi að flýja. En 2012 tókst henni það.

Hún býr nú í Short Creeks með nýjum eiginmanni sínum. En þar hefur orðið breyting því venjulegt fólk er flutt í bæinn til að lifa venjulegu lífi án trúarofstækis.

Þegar ríkið ákvað að selja hús Warrens, sem er með 40 svefnherbergjum, og höfuðstöðvar kirkjunnar á uppboði keypti Briell húsið í samvinnu góðgerðasamtök í Kaliforníu. Hún rekur nú athvarf þar fyrir fyrrverandi safnaðarmeðlimi og núverandi ef þeir kjósa að yfirgefa söfnuðinn.

„Ég vona að þau vakni dag einn og átti sig á að allt sem þau hafa trúað á er ekki sannleikurinn,“ sagði hún um þá mörgu sem enn tilheyra FLDS en þar á meðal er móðir hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar