fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fókus

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. október 2018 18:00

Vestur Berlín Mesta loftbrú sögunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk skiptu sigurvegararnir; Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin, Þýskalandi á milli sín og skiptu upp í hernumin svæði þar sem hvert ríki fór með stjórnina. Berlín var langt inni á yfirráðasvæði Sovétríkjanna í austurhluta Þýskalands og var borginni skipt á milli ríkjanna. Bandaríkin, Bretland og Frakkland fóru með stjórn vesturhluta borgarinnar en Sovétríkin réðu yfir austurhlutanum.

Eins og samstarf vestrænu bandamannanna annars vegar og Sovétríkjanna hins vegar hafði verið gott í stríðinu þá dugði það ekki til að stríði loknu og hin vinsamlegu samskipti og samstarf ríkjanna snerist til hins verra. Ekki var sjálfgefið að vestrænu ríkin myndu halda yfirráðum sínum yfir Berlín og því ekki útilokað að borgin myndi öll falla undir yfirráð Sovétríkjanna. Þetta leiddi til fyrstu Berlínarkrísu kalda stríðsins en hún hófst 24. júní 1948. Þá lokuðu hersveitir Sovétríkjanna fyrir allar lestarsamgöngur, lokuðu vegum til borgarinnar og skrúfuðu fyrir vatn til þeirra hluta borgarinnar sem vestrænu ríkin réðu yfir. Þessu svöruðu Bandaríkin og Bretland með því að flytja mat og eldsneyti loftleiðis til borgarinnar frá herstöðvum sínum í vesturhluta Þýskalands. Þessari krísu lauk 12. maí 1949 þegar Sovétríkin afléttu herkvínni og opnuðu á nýjan leik fyrir samgöngur á landi til Berlínar.

 

Harry Truman
Gaf Vestur-Berlín ekki upp á bátinn.

Afleiðing vaxandi spennu

Krísan var afleiðing samkeppni hernámsríkjanna og vaxandi spennu á milli vestrænu ríkjanna annars vegar og Sovétríkjanna hins vegar. Þegar stríðinu lauk var framtíð Þýskalands óráðin enda hafði landinu verið skipt á milli sigurvegara stríðsins. Eina ákvörðunin, sem hafði verið tekin um framtíð landsins, var tekin í stríðinu þegar Bandamenn komu sér saman um skiptingu landsins að stríði loknu. Þegar stríðsátökum lauk var ekki tekist nægilega kröftulega á við spurninguna um framtíð Þýskalands þegar Potsdam-ráðstefnan fór fram 1945. Það skorti á samræmi í stefnumótum Breta og Bandaríkjamanna og pólitískir leiðtogar voru ekki nægilega sterkir eða áhugasamir um málið. Ákvörðunin um skiptingu Þýskalands að stríði loknu var heldur ekki nægilega vel útfærð og upp komu ófyrirséð vandamál. Þar á meðal var að tvær og hálf milljón Berlínarbúa bjó á fjórum hernámssvæðum þar sem ástandið var ansi misjafnt og margir bjuggu við mikinn skort. Harðar sprengjuárásir Bandamanna höfðu nánast lagt borgina í rúst, lítið var um húsnæði eða annað skjól, svarti markaðurinn stýrði efnahagslífi borgarinnar og hungur vofði yfir borgarbúum. Berlín var einhvers konar aðalátakapunktur í deilum vestrænu ríkjanna við Sovétríkin.

 

Miklar breytingar

Miklar breytingar urðu á hernámsstefnunni árið 1947 en á fyrsta degi ársins sameinuðu Bandaríkin og Bretland hernámssvæði sín en það leiddi til aukinnar spennu á milli vesturblokkarinnar og austurblokkarinnar. Í mars varð utanríkisráðherrum hernámsríkjanna lítið ágengt á fundi í Moskvu og birting Truman-stefnuskráarinnar varð til að skerpa enn á átakalínum hvað varðaði skipan heimsins. Í júní var hin svokallaða Marshall-áætlun Bandaríkjanna kynnt til sögunnar en henni var ætlað að reisa efnahag ríkja í Vestur-Evrópu við en einnig að mynda vörn gegn kommúnisma með því að draga þau ríki, sem fengu aðstoð samkvæmt Marshall-áætluninni, inn í heimsmynd Bandaríkjanna hvað varðaði efnahagsmál.

Snemma árs byrjuðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland í leyni að skipuleggja myndun nýs þýsks ríkis á þeim svæðum sem ríkin höfðu á valdi sínu. Þegar Sovétmenn komust að þessum fyrirætlunum í mars hættu þeir þátttöku í the Allied Control Council, Stjórnarráði Bandamanna, sem hafði fundað reglulega frá stríðslokum til að samhæfa stefnuna í málefnum herteknu svæðanna. Í júní kynntu Bandaríkin og Bretland nýjan gjaldmiðil, Deutschmark, til sögunnar á yfirráðasvæðum vestrænu ríkjanna, þar á meðal í Vestur-Berlín. Markmiðið með nýja gjaldmiðlinum var að binda enda á efnahagsleg yfirráð Sovétríkjanna í Berlín og gera mögulegt að hrinda Marshall-áætluninni úr vör og takast á við svarta markaðinn í borginni. Sovétríkin svöruðu þessu með svipuðum aðgerðum á yfirráðasvæðum sínum. Auk þess að gefa út eigin gjaldmiðil, Ostmark, var lokað fyrir allar samgöngur á láði og legi til Vestur-Berlínar. Einnig var lokað fyrir rafmagnsflutninga og vatn til borgarinnar.

 

Birgðaflutningar
Þýsk börn fylgjast með.

Loftbrúin

Bandaríkin og Bretland áttu ekki marga möguleika í stöðunni þegar Sovétmenn settu Vestur-Berlín í herkví. Bandaríkin og Bretland höfðu dregið stóran hluta af herliði sínu heim að stríði loknu og Rauði herinn var miklu sterkari í Þýskalandi en herir vestrænu ríkjanna.

Ríkisstjórn Truman Bandaríkjaforseta var staðráðin í að gefa Vestur-Berlín ekki upp á bátinn þar sem það væri merki um einarða afstöðu Bandaríkjanna í Evrópu að halda stöðu sinni í Vestur-Berlín. Ekki var annað til ráða en að mynda loftbrú til borgarinnar en Sovétríkin og vestrænir Bandamenn þeirra höfðu skrifað undir samning 1945 sem heimilaði flugsamgöngur frá vesturhluta Þýskalands til borgarinnar. Ríkisstjórn Truman komst að þeirri niðurstöðu að ef Sovétmenn myndu beita valdi til að hindra flugumferð til borgarinnar myndi það teljast árás á óvopnaða flutninga í mannúðarskyni og væri jafnframt brot á fyrrgreindum samningi. Það yrði því á ábyrgð Sovétríkjanna ef til átaka kæmi vegna þessa.

Loftbrúin komst í gagnið í  júní 1948 og stóð yfir þar til í maí 1949. Bandaríkin höfðu vaðið fyrir neðan sig ef til átaka kæmi og voru B-29 sprengjuflugvélar sendar til Bretlands en þær gátu borið kjarnorkuvopn. Þetta var gert til að sýna Sovétmönnum að vestrænu ríkjunum væri full alvara með loftbrúnni. Hún var ekki auðveld í framkvæmd og þá sérstaklega í upphafi. Vestrænir stjórnarerindrekar lögðu hart að sovéskum starfsbræðrum sínum að leita diplómatískra lausna á málinu. Sovétmenn buðust þá til að aflétta herkvínni ef Deutschmark yrði tekið úr umferð í Vestur-Berlín. Þessu var hafnað.

Þegar loftbrúin var í hámarki lentu flugvélar á 45 sekúndna fresti á Tempelhof-flugvellinum. Þegar kom fram á vor 1949 höfðu vestrænu ríkin sýnt að þau gátu haldið loftbrúnni gangandi og séð Vestur-Berlín fyrir nauðsynjum. Samtímis voru gagnaðgerðir vestrænu ríkjanna gegn austurhluta Þýskalands farnar að valda búsifjum og óttuðust sovéskir ráðamenn pólitískan óstöðugleika í austurhlutanum vegna þessa.

  1. maí 1949 afléttu Sovétmenn herkvínni um Vestur-Berlín.
Kristján Kristjánsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Alda Karen gengin út
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“
Fókus
Í gær

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við
Fókus
Í gær

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur