fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Útburði Elínár Jónsdóttur bjargað úr skafli

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. október 2018 16:00

Dulsmál Algeng örlög íslenskra kvenna um aldir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1846 var tvítug stúlka, Elíná Jónsdóttir, dæmd til dauða fyrir útburð. Barnið lifði hins vegar af og var því bjargað úr snjóskafli í hríðarbyl. Barnsfaðirinn, sem var bóndinn sem hún var í vist hjá, var ekki dreginn til ábyrgðar og Elíná síðar náðuð.

Streittist við skoðun

Elíná Jónsdóttir fæddist árið 1826 og ólst upp á Hánefsstöðum í Svarfaðardal. Hún var talin fjörug, hagvirk, djörf, fríð og „voru það augu hennar sem sérstaklega vöktu eftirtekt manna.“ Var hún ákaflega blíð við þá sem minna máttu sín, munaðarlaus börn og ekkjur.

Sem unglingur vistaðist hún hjá Vigfúsi Jónssyni, bónda á Sveinsstöðum, sem var giftur maður en átti launbörn víða. Ekki leið á löngu þar til hann fór að venja komur sínar í herbergi Elínár.

Nágrannakona Vigfúsar, Anna í Gljúfurártungu, tók eftir því að Elíná var með barni haustið 1845 og lét hún Árna Pálsson hreppstjóra vita af því. Sagði hún að Vigfús væri faðirinn og að Elíná hlyti að reyna að fyrirfara barninu þegar það kæmi í heiminn.

Árni reið að Sveinsstöðum með Ingibjörgu Jónsdóttur ljóðmóður með í för og vildu þau skoða Elíná. Hún streittist á móti en var skoðuð og þungun hennar staðfest. Setti hann Elíná í vist til Ingibjargar í kjölfarið.

Fæddi dreng við útihús

Hríðarbylur var þann 19. nóvember þegar Elíná tók léttasóttina. Lét hún hins vegar ekki á neinu bera og laumaðist út í storminn. Standandi fæddi hún dreng fyrir utan bæinn og féll hann í snjóinn þegar naflastrengurinn slitnaði. Bar hún drenginn að ysta útihúsinu, lagði hann nakinn í skafl og mokaði snjó yfir hann.

Þegar hún kom inn mætti hún Ingibjörgu og manni hennar, Jóni Þórðarsyni, sem grunaði hvað hefði skeð. Elíná játaði og Jón snaraðist út að skaflinum til að bjarga drengnum. Var hann ómeiddur og fékk nafnið Salómon.

Elíná var kærð fyrir útburðinn og dæmd til fimm ára þrælkunar í héraði þann 2. febrúar árið 1846. Hæstiréttur þyngdi refsinguna í dauðadóm í desember það ár og sagt var að henni hefði ekki brugðið. Hún var hins vegar send út til Danmerkur vorið 1847 og náðuð aðeins einu ári síðar.

Aftur sneri hún til Sveinsstaða og aftur varð hún þunguð af Vigfúsi. Hann gekkst hins vegar við því barni, dreng sem skírður var Jósef. Elíná giftist öðrum manni og átti fjögur börn til viðbótar. Hún lést í sárri fátækt árið 1899. Salómon ólst upp hjá Vigfúsi föður sínum, giftist síðar og eignaðist börn. Hann lést fimmtugur úr holdsveiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar