fbpx
Sunnudagur 16.desember 2018
Fókus

Flettu mann klæðum og niðurlægðu

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 14. október 2018 14:00

Ný saga 1. janúar 1990 Hýðingum var beitt á Alþingi.

Árið 1679 voru þrír menn í Skaftafellssýslu dæmdir fyrir að beita þann fjórða, Hallstein Eiríksson, háðulegri meðferð. Þetta voru þeir Guðmundur Vigfússon, Jón Sveinsson og Jón Jónsson.

Þessi óprúttnu menn komu í heimsókn til Hallsteins, flettu hann klæðum og steyptu síðan blautum skinnstakki yfir hann allsberan. Eftir þetta leiddu þeir hann í kringum bæinn í viðurvist allra þar og þótti hin mesta svívirða.

Hallsteinn kærði þetta til Alþingis og í lögréttu voru varnir þremenninganna ekki teknar trúanlegar. Skyldu þeir vera jafnsekir fyrir þetta athæfi sem væri öðrum „ljótlegt eftirdæmi.“ Í miska þurftu þeir að greiða Hallsteini „tvöfalt fullrétti“ ef þeir ættu það til.

Að auki var þeim gert að gangast undir líkamlega refsingu og hafði valdsmaðurinn Einar Þorsteinsson yfirumsjón með henni. Í dómabók er þess þó ekki getið hvort þremenningarnir þurftu að undirgangast sams konar niðurlægingu og Hallsteinn eða þá sígilda hýðingu.

 

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Nylon-stjarna gengin út
Fókus
Í gær

DV velur Mann ársins 2018: Taktu þátt í valinu

DV velur Mann ársins 2018: Taktu þátt í valinu
Fókus
Í gær

Downton Abbey kvikmynd á leiðinni – Sjáðu fyrstu kitluna

Downton Abbey kvikmynd á leiðinni – Sjáðu fyrstu kitluna
Fókus
Í gær

FM Belfast byrjaði sem jólagrín

FM Belfast byrjaði sem jólagrín
Fókus
Í gær

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ísheit Reykjavík stendur yfir – Stærsta samstarfsverkefni Norðurlanda í dansi

Ísheit Reykjavík stendur yfir – Stærsta samstarfsverkefni Norðurlanda í dansi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu