fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Leðurblaka dafnaði vel á Hvoli í Mýrdal

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 9. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. október árið 1943 var brotið blað í sögu íslenskrar náttúru þegar lifandi leðurblaka fannst og var greind á Náttúrugripasafni Íslands. Sveitalífið átti vel við hana því að hún dafnaði vel í Mýrdal en drapst í Reykjavík.

Það var Eyjólfur Guðmundsson, hreppstjóri og bóndi að Hvoli í Mýrdal, sem færði Náttúrugripasafninu kvikindið en sonur hans, Sigurður, hafði fundið það í kartöflugarði eftir mikið óveður. Sigurði sýndist þetta vera hauslaus mús en rannsakaði betur og sá að það var lifandi, þandist út og sýndi tennurnar.

Heimilisfólkið á Hvoli ól hana í nokkra daga og var hún geymd í kassa á daginn en fékk að fljúga laus á kvöldin. Leðurblakan fékk ánamaðka að éta og mjólk að drekka og efldist hún með hverjum deginum á bænum.

Blakan var enn lifandi þegar Eyjólfur kom með hana til Reykjavíkur 18. október en þá hætti hún að vilja nærast og drapst daginn eftir.

Finnur Guðmundsson náttúrufræðingur rannsakaði leðurblökuna og komst að raun um að hún var ekki af evrópsku kyni heldur amerísku. Vegalengdin er hins vegar allt of löng til að hún hafi getað flogið hingað sjálf. Að öllum líkindum flaug hún af skipi á leið frá Bandaríkjunum eða Kanada.

Til eru tvær eldri frásagnir af leðurblökuheimsóknum hér á landi, árin 1817 og 1936, og ekki ósennilegt að þær eigi við rök að styðjast. Fundurinn á Hvoli er hins vegar sá fyrsti sem góðar heimildir eru til um. Leðurblökur hafa margoft fundist hér síðan og hafa til dæmis komið hingað með bananasendingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana