fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Syndir kirkjunnar: Harðræði stúlknanna á Bjargi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árin 1965 til 1967 rak Hjálpræðisherinn stúlknaheimili, á Seltjarnarnesi, sem kallaðist Bjarg. Árið 2007 var það upplýst að stúlkurnar þar hefðu mátt þola harðræði og síðar var það upplýst að starfsfólk hefði beitt stúlkurnar kynferðislegu ofbeldi.

Forstöðukona heimilisins, þar sem tuttugu stúlkur á glapstigum voru vistaðar, var hin norska Anna Ona-Hansen en þar starfaði einnig séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsti kvenprestur Íslands, og fleiri konur.

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Fjórar konur sögðu frá kynferðislegu ofbeldi Önnu og annars starfsfólks, sem fólst meðal annars í því að kyssa þær með tungunni góða nótt. Ein þeirra, Kristín Gunnarsdóttir, sagði frá því í viðtali í DV að hún hefði verið böðuð á gangi heimilisins fyrir allra augum og káfað á henni um leið. Kristín sagði einnig að séra Auður hefði tekið þátt í andlega ofbeldinu. Önnur sagðist hafa verið sett í þriggja mánaða einangrun eftir strok af heimilinu. Löðrungar og hártog voru daglegt brauð á Bjargi.

Ein kona frá Færeyjum, Marion Gray, var barnshafandi þegar hún var vistuð á Bjargi. Hún fæddi son sem var tekinn af henni og fékk hún aldrei að sjá hann aftur. Eftir þetta missti hún lífsviljann og lést fertug úr krabbameini.

Auður sagði frásagnir stúlknanna vera ósannar og glæp í sjálfu sér að setja fram slíkar ásakanir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“