fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Draugur hrelldi unga stúlku í Árnessýslu: „Einhver var að sleikja eina rúðuna“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. júlí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin: Í desember árið 1937 sendi ung stúlka, Kristrún Guðmundsdóttir frá bænum Laugardal í Árnessýslu, lesendabréf til barna- og unglingablaðsins Hörpunnar. Þar lýsti hún skelfilegri reynslu sinni af draugagangi sem átti sér þó eðlilegar skýringar.

„Það var eina vetrarnótt, að ég vaknaði við, að einhver var að hamast í kringum bæinn, með þvílíkum berserksgangi, að ég hef nú aldrei heyrt annað eins, og varð ég dauðhrædd. Ég byrgði mig niður í koddann minn. Og ekki leið á löngu, þar til ég heyrði einhvern banka í gluggann, og ég sá glóra í þrjár eldrauðar glyrnur.“

Var þetta mikið áfall fyrir Kristrúnu og á þessari stundu var stúlkan unga við það að missa vitið af hræðslu. Hún hélt áfram:

„Skömmu seinna var komið við hurðina, eins og hala væri dinglað við hana, og nú sýndist mér snjóhvít vofa standa hjá dyrunum. Ég byrgði mig enn fastar ofan í koddann minn, og ég heyrði hjartað í mér slá sem sleggju.“

Á þessum tímapunkti byrjar sagan hins vegar að verða undarleg.

„Nú sá ég, að einhver var að sleikja eina rúðuna, og svo var hlaupið um allt tún, og mér heyrðist það vera afar þungt fótatak. Ég vakti lengi eftir þetta. Loks heyrði ég klukkuna slá sex. Ég lá í einu svitabaði.“

Til allrar hamingju fékk Kristrún unga þó skýringar á „draugaganginum“ og hugarró.

„Loks sofnaði ég og vaknaði við það, að vinnumennirnir voru að tala um, að tuddinn hefði losnað út úr fjósinu í nótt. Nú skildi ég allt, og ég vona, að þið gerið það líka.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“