TÍMAVÉLIN: Sumarið 1994 klofnaði Hundaræktarfélag Íslands og félagið Fjári var stofnað af þeim sem ræktuðu íslenska fjárhundinn. Að miklu leyti snerist deilan um ólíka sýn fólks á erfðamengi þess kyns.
Guðrún Guðjohnsen, formaður Hundaræktarfélagsins, sagði í viðtali við DV 7. júlí að íslenski fjárhundurinn væri orðinn of léttbyggður og smár. Flytja þyrfti inn erlent sæði til að styrkja stofninn.
Jóhanna Harðardóttir, formaður Fjára, benti hins vegar á að mikil fjölbreytni væri í kyninu og hundarnir af öllum stærðum og gerðum.
Eina áhyggjuefnið væri að skottið væri farið að lafa svolítið.
„Við verðum að vernda einkenni íslenska hundsins, sem eru meðal annars hringuð rófa og sperrt eyru, auk þess að vera blíður og barngóður,“ sagði Jóhanna við DV.
Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.
netfang: kristinn@dv.is