fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

TÍMAVÉLIN: Guðjón og Lydía föst í húsi sínu í viku

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. júní 2018 22:00

Ástandið er ekki svona núna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldruð hjón, Guðjón Theódórsson og Lydía Guðjónsdóttir, voru innilokuð í húsi sínu í Reykjavík í eina viku vegna fannfergis í febrúar árið 1984.

„Það er sífellt verið að tala um ástandið úti á landi en svona getur það nú verið hér í Reykjavík,“ sögðu hjónin sem bjuggu á Hitaveitutorgi 1 í Smálöndunum. Mannhæðarhár skafl var fyrir dyrum og ómögulegt að komast út eða inn.

Hjónin liðu þó engan skort þessa viku sem þau voru föst á heimili sínu því ættingjar komu með mat og aðrar nauðsynjar til þeirra.

Verra var að þeim var farið að leiðast og Lydía þurfti að komast í reglubundna læknisskoðun.

Þau höfðu reynt að fá borgarstarfsmenn til að aðstoða sig en án árangurs.

Hvorugt þeirra hafði séð svo mikinn snjó í þau sex ár sem þau höfðu búið í Smálöndunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“