fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Skrítið: Samtal við hressan Breiðfirðing

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 9. apríl 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlímánuði árið 1967 leit Jónas Jóhannsson bóndi við á ritstjórnarskrifstofu Tímans og sagði fréttir úr heimahögum sínum í Öxney á Breiðafirði:

„Það hefur verið kalt tíðarfar undanfarið. Vorið var kalt og mikil norðanátt, og gróðri fór seint fram,“ sagði Jónas. „Það var kalt um sauðburðinn og yfirleitt kuldi út júní.“

Hann hafði þungar áhyggjur af fuglavarpinu í eyjunum sem var ógnað af minknum sem væri orðinn yfirgnæfandi. „Minkurinn hefur verið mesti vágestur, sem hefur komið og kemur í varplönd, og hann hefur eytt mestöllu fuglalífi úr eyjunum. Hann étur líka hrognkelsin úr netunum, flettir kviðnum af þeim öðru megin og étur síðan fiskinn. Minkurinn hefur verið með meira móti í vor.“

Til að vinna á minknum notaði Jónas hunda. En minkurinn dvaldi í holum og mikill klaki hafði verið í eynni sem gerði leitina erfiða.

Fáar eyjar í byggð og deyfð yfir félagslífi

Jónas sagði fleiri hressandi fréttir af Breiðafirði. „Það eru fáar eyjar í byggð á Breiðafirði núna. Í minni sveit eru tvær og að nokkru leyti sú þriðja í byggð, þegar ég man eftir fyrst voru þær sjö, og fámennt orðið yfirleitt. Í heimilum þar sem ég man eftir tuttugu manns eru nú tveir til þrír.“

Útlitið með byggðina í eyjunum væri ekki glæsilegt. Brátt væri hægt að fljúga út í eyjarnar og þá þyrfti fólk ekki að búa þar heldur gæti háttað í Reykjavík.

„Þá þurfa engir að vera sjóveikir, sjóveiki og píkuskrækir hverfa.“

Hann sagði að brátt yrðu allir landsmenn fluttir til Reykjavíkur og þyrfti þá ekki stærra svæði undir byggð.

„Yfirleitt er deyfð yfir félagslífi í sveitunum, einkum að vetrinum, en þá er líka hver maður upptekinn af starfi. Þó kemur fyrir að fólk slær sér saman og spilar, því að ef góð er færð er það fljótt að skreppa á milli á nútímafarartækjunum, bílunum.“

Blaðamenn Tímans þökkuðu Jónasi fyrir upplífgandi spjall og óskuðu honum góðrar heimferðar út í Öxney.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona