fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Leiklistin hjálpaði við tónlistina og öfugt

Guðni Einarsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin unga Elín Sif Halldórsdóttir skaust upp á stjörnuhimininn í kvikmyndinni Lof mér að falla. Áður hafði hún tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins og sigrað í Söngvakeppni framhaldsskólanna. DV ræddi við Elínu um ferilinn og hvað sé handan við hornið.

Límd við píanóið

Elín Sif er tvítug en hefur samið tónlist frá því hún var barn. Hún á ekki langt að sækja það enda er móðir hennar prófessor í tónlistarmenntun og kennir í háskólanum.

„Tónlist var stór hluti af mínu uppeldi. Ég fékk að prófa mig áfram á öllum þeim hljóðfærum sem ég vildi. En ég fann mig ekki í hefðbundnu tónlistarnámi. Það var ekki fyrr en að mamma kenndi mér að hljóma á píanói að nýr heimur opnaðist fyrir mér. Ég var límd við píanóið eftir það.“

Elín sá ekki fyrir sér að verða tónlistarkona. Hún æfði klassískan listdans og fjórtán ára var hún komin í ballettskóla í útlöndum. Hún ætlaði að starfa við dans í framtíðinni en þurfti síðan að hætta við það.

„Ég var með mikla sköpunarþörf sem ég fann ekki farveg fyrir fyrr en ég uppgötvaði lagasmíðar. Þegar ég var busi í MH tók ég skjálfandi þátt í lagasmíðakeppni skólans. Mér til mikillar furðu á þeim tíma vann ég keppnina. Það gerði mikið fyrir sjálfstraustið.“

Losnuðu undan samningi

Elín tók mjög ung þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2015. Hún segir það hafa verið mikla óvissuferð.

„Upplifunin var mjög klikkuð. Ég lærði ótrúlega mikið og fékk þarna smá stökkpall til að prófa mig áfram. Ég var alltaf mjög spennt fyrir þessari keppni þegar ég var yngri, svo þetta var ákveðinn draumur á þeim tíma. Ég hef samt ekki fundið löngun til þess að taka þátt aftur.“

Í MH stofnaði Elín hljómsveitina Náttsól með bestu vinkonum sínum, Guðrúnu Ólafsdóttur og Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttur. Þær sigruðu í Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2016 með flutningi á Hyperballad eftir Björk.

„Söngvakeppnin opnaði dyr fyrir okkur sem band og við tókum meðal annars þátt í alþjóðlegri tónlistarkeppni í Tyrklandi. Við höfum upplifað allan pakkann af frábærum tækifærum og algjörri vitleysu. Það er ekki langt síðan við eyddum mörgum mánuðum í að koma okkur út úr samningi við þýskt fyrirtæki sem við vorum í samstarfi við.“

Sami tilgangur í öllum listformum

Á síðasta ári sló Elín í gegn í aðalhlutverki í kvikmyndinni Lof mér að falla sem fjallar um harðan heim fíkniefnaneyslunnar. Hún segir leiklistina hafa hjálpað sér í tónlistinni og öfugt.

„Að koma fram krefst alltaf þess að setja upp lítið leikrit og koma sér í karakter. Það er í raun sama hvað þú gerir ef þú ert að gera það fyrir framan annað fólk í þeim tilgangi að vekja upp tilfinningar eða segja sögu. Það getur verið sama mótíf og sami tilgangurinn í öllum listformum, en mismunandi leiðir til að koma því til skila.“

Elín gaf út lag sem sólólistamaður á síðasta ári og er nú að vinna í sinni fyrstu sólóplötu. Þá mun hún koma fram á hátíðinni Iceland Airwaves í nóvember. Hún vill lítið gefa upp um leiklistarplönin. „Það er leyndó,“ segir hún dulúðleg, en hún er að hefja leiklistarnám hjá Listaháskólanum í haust.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“