fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fókus

Judas Priest spila í Laugardalshöllinni

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 14. september 2018 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þungarokksrisarnir Judas Priest koma til Íslands og halda tónleika þann 24. janúar á næsta ári í Laugardalshöll. Hljómsveitin Dimma mun sjá um upphitun.

Hljómsveitin var stofnuð í bresku borginni West Bromwich, í nálægt við Birmingham, árið 1969 og hefur starfað óslitið síðan. Mestri frægð náði hljómsveitin undir lok áttunda áratugsins og fram á þann níunda. Þá gaf hún út goðsagnakenndar plötur á borð við „British Steel“ og „Screaming for Vengeance.“

Árið 1990 sló hljómsveitin aftur rækilega í gegn með plötunni „Painkiller“ og samnefnt lag er talið með þeim áhrifameiri í þungarokkssögunni.

Aðeins einn meðlimur er eftir af upprunalegu hljómsveitinni, bassaleikarinn Ian Hill og tveir þekktustu liðsmenn hennar, söngvarinn Rob Halford og gítarleikarinn Glenn Tipton sem báðir gengu til liðs við sveitina í upphafi áttunda áratugarins. Tipton myndaði þá áhrifamikið gítardúó með K.K. Downing sem lagði gítarnöglina á hilluna árið 2013.

Árið 1998 braut Halford blað þegar hann kom út úr skápnum. Samkynhneigð hafði þá ávallt verið tabú í karllægum heimi þungarokksins.

Miðasala fyrir tónleikana hefst mánudaginn 24. september næstkomandi hjá tix.is.

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?