fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Endurgerð Hrúta tekur á sig mynd

Fókus
Laugardaginn 3. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta ljósmyndin er komin úr kvikmyndinni Rams, en hún er endurgerð Hrúta í leikstjórn Gríms Hákonarsonar.

Stillan sýnir leikaranna Sam Neill og Michael Caton í burðarhlutverkunum og segir sagan frá sauðfjárbændum og bræðrum sem búa hlið við hlið. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti en þrátt fyrir það hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi.

Breska framleiðslufyrirtækið WestEnd Films sér um framleiðslu á kvikmyndinni og fara tökur fram í vesturhluta Ástralíu.

Ju­les Duncan sér um handritið, sem er byggt á því upp­runa­lega, og er myndinni leikstýrt af Jeremy Sims.

Kvikmyndin Hrútar sópaði til sín fjölda verðlauna, hérlendis sem erlendis. Hún hlaut 11 Edduverðlaun árið 2016, þar á meðal sem besta mynd ársins og þá hlaut myndin Un Certain Regard-verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes auk fjölda annarra verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.

Búast má við endurgerðinni á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki