fbpx
Fókus

Allt sem þú vissir ekki um Rocky Horror – eða hvað?

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 20:30

The Rocky Horror Picture Show kom út árið 1975 við fámenna aðsókn og er í dag talin einhver merkasta „költmynd“ allra tíma. Aðdáendur flykkjast víða um heim á sýningar á henni og þá margir hverjir klæddir í gervi söguhetjanna, Frank-N-Furter, Rocky og félaga. Sýningin hófst á sviði árið 1973 og var upphaflega sköpuð sem óður til losta, kynvera, frelsis og ýktra B-hryllingsmynda.

Líkt og með bíómyndina var takmarkað húllumhæ í kringum frumsýningu leiksýningarinnar áður en hún fótaði djúp spor í sögu dægurmenningar. Fyrirbærið Rocky Horror á sér algjörlega engan líka og kemur úr hugarheimi leikarans og skemmtikraftsins Richards O’Brien, sem er yfirleitt kenndur við hlutverk hins skrautlega Riff-Raff.

Tim Curry þykir enn ógleymanlegur sem Frank-N-Furter, töff og taumlausi kynsnillingurinn sem kom leikaranum á kortið og markaði frumraun hans á hvíta tjaldinu. En ásamt honum fara Susan Sarandon, Barry Bostwick, Little Nell og Meatloaf með önnur mikilvæg hlutverk.

Aðdáendur og nýgræðingar geta nú fundið sér nýtt tilefni til þess að njóta myndarinnar í kvikmyndasal og sungið með í Bíó Paradís klukkan 20 á föstudag, en þá verður svokölluð Föstudagspartísýning á klassíkinni. Þá er tilvalið til að grípa hárkolluna, korselettuna og netsokkabuxurnar og fagna góðu „költi”.

Á þeim rúmu 40 árum sem myndin hefur lifað hefur hún sópað að sér mikilli sögu á meðal hóps síns og utan hans. Tökum nú eitt tíðhnitið enn og kíkjum á tíu töff staðreyndir um Rocky Horror sem þú annaðhvort vissir ekki, eða vissir ekki að þú vissir.

 

Mick Jagger er sagður hafa sýnt því gífurlegan áhuga að leika Frank-N-Furter þegar myndin fór í vinnslu. Hefðu framleiðendur ráðið er ekki ólíklegt að hann hefði orðið valinn.

 

Richard Sharman, leikstjóri myndarinnar, hafði þann draum að byrja myndina í svarthvítu, fram að því augnabliki sem Frank-N-Furter er kynntur til sögunnar. Þessi stíll átti að tákna þá auknu orku og litadýrð sem kappinn færir Brad og Janet þegar hann birtist. Framleiðendur voru ekki lengi að skjóta þessa hugmynd niður.

 

Leikararnir Barry Bostwick (Brad) og Susan Sarandon (Janet) voru að slá sér upp á þeim tíma sem myndin var í tökum. Þetta var lengi eitt best geymda leyndarmál myndarinnar, þangað til Richard O’Brien uppljóstraði því óvart í viðtali, árið 2013!

 

Eins og nefnt var að ofan, þá opnaði upprunalega Rocky Horror sviðssýningin ekki með miklum látum og mættu aðeins örfáir gestir hvert kvöld. Þetta var áður en sýningin fór að spyrjast út. Svipað gerðist með bíómyndina. Áður en hópurinn fór að streyma með umtalinu var merkilega lítill áhugi fyrir útkomunni og var opnunaraðsóknin talin til mikilla vonbrigða.

 

Sagt er að hafi hvorki verið salernisaðstöður né neinn hiti á tökustað. Eftir tökurnar á sundlaugasenunni frægu sat Susan Sarandon uppi með lungnabólgu. Alltaf þegar hún nefndi þessa hluti við framleiðendur afskrifuðu þeir þetta sem bara tómt væl í leikkonunni.

 

Til að samsvara betur nafni persónunnar ákvað Tim Curry fyrst að setja upp ýktan, þýskan hreim þegar hann lék Frank-N-Furter á sviði. Kvöld eitt var hann staddur í strætisvagni þegar hann heyrði í ókunnugri konu, háværri og með snobbaðan talanda. Þá kom Curry að þeirri niðurstöðu að Frank-N-Furter ætti að hljóma „meira eins og drottning”.

 

Sex árum eftir útgáfu myndarinnar var búið til sjálfstætt „framhald”. Það mun vera kvikmyndin Shock Treatment, sem sameinaði brot af gamla hópnum og sama leikstjóra með frumsaminni tónlist eftir O’Brien. Það er óskaplega lítið talað um þessa mynd í dag, en O’Brien vill sjálfur meina að hann kunni betur við lögin í henni.

Hrollvekjukóngurinn Vincent Price sýndi því áhuga að fara með hlutverk afbrotafræðingsins sem Charles Gray lék á endanum. Price bjó yfir einstakri röddu sem hafði víða heyrst í hryllingsgeiranum. Til gamans má geta var maðurinn víst mikill aðdáandi sviðssýningarinnar.

 

Samkvæmt leikstjóranum voru framleiðendur til í að leggja í hærri framleiðslukostnað ef stæði til að skipta út helstu leikurum fyrir þekktari nöfn á þessum tíma (Mick Jagger til dæmis). Hann hafnaði því og vildi frekar þá notast við minna fjármagn, enda kom ekki til greina að skipta út kjarnameðlimum. Leikstjórinn gerði þá undantekningu fyrir Sarandon, Bostwick og Meatloaf, sem voru ekki í gamla hópnum.

 

Hinn sígildi slagari Time Warp var saminn eftir að O’Brien var búinn að semja sýninguna og ganga frá því helsta, en til að fylla upp í lengdina ákvað hann að semja eitt lag til viðbótar. Það er lagið sem seinna meir reyndist vera með því frægasta úr allri sýningunni.

 

 

 

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

10 salerni gerð til þess að fríka þig út

10 salerni gerð til þess að fríka þig út
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Hafsteinn fylgir ekki hjörðinni – Aukin símanotkun fólks kveikti þráðinn

Hafsteinn fylgir ekki hjörðinni – Aukin símanotkun fólks kveikti þráðinn
Fókus
Í gær

„Frekar spænska ríkið sem ætti að krefja mig um að borga skatt hér, en ekki íslenska ríkið að banna mér að borga skatta heima ef ég bý ekki þar“

„Frekar spænska ríkið sem ætti að krefja mig um að borga skatt hér, en ekki íslenska ríkið að banna mér að borga skatta heima ef ég bý ekki þar“
Fókus
Í gær

Selma Blair er með MS-sjúkdóminn: „Ég er fötluð“

Selma Blair er með MS-sjúkdóminn: „Ég er fötluð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki er allt sem sýnist á El Royale-hótelinu

Ekki er allt sem sýnist á El Royale-hótelinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Puff Daddy fann ástina aftur með fyrirsætu af íslenskum ættum

Puff Daddy fann ástina aftur með fyrirsætu af íslenskum ættum