fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Náttfiðrildi Stefáns Mána komin út sem rafbók

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. september 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vor gaf Menntamálastofnun út bókina Náttfiðrildi eftir Stefán Mána. Bókina skrifaði Stefán Máni sérstaklega fyrir stofnunina og er hún ætluð börnum og unglingum á miðstigi grunnskóla.

Morð er framið í Reykjavík og unglingur sem á við geðræn vandamál að stríða er grunaður um verknaðinn. Ekki er allt sem sýnist og stundum rennur raunveruleikinn saman við hugrenningar unglingsins.

„Ég hvet alla krakka til að lesa hana, og ég hvet bæði foreldra og kennara til að laumast í bókina því hún leynir á sér og lesendur mínir gætu hugsanlega kannast við eina persónuna í henni.;) Ég vandaði mig mjög við skrifin (eins og alltaf) því ég vildi að krakkarnir fengju svona einu sinni almennilega sögu til að lesa, spennandi og metnaðarfulla, en ekki bara enn eina barnalegu „unglinga“-bókina. Þannig að – njótið!,“ skrifar Stefán Máni á Facebook-síðu sína í vor.

Bókin er nú komin út sem rafbók og geta því allir lesið bókina, bæði börn, unglingar og fullorðnir.

Myndskreytingar eru eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur.

Náttfiðrildi má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi