fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fókus

Hin hliðin á Daða Frey – Daði Freyr, nýr ritstjóri Dagblaðsins

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 16. september 2018 20:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður heillaði hug og hjörtu Íslendinga þegar hann tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins á síðasta ári, en hann endaði í öðru sæti. Daði Freyr er búsettur í Berlín þar sem hann vinnur í tónlist sinni, en hann kemur reglulega til Ísland og heldur tónleika. Þann 7. september hélt hann útgáfutónleika vegna plötunnar Næsta skref á Prikinu, en platan inniheldur fimm lög. Daði Freyr notaði flugið milli landa til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur DV.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Það er mjög margt sem mér finnst að ætti að vera kennt í skólum sem ekki er gert. Ég var að stofna fyrirtæki og þurfti að læra allt varðandi virðisaukaskatt, staðgreiðslu, lífeyrissjóði og þess háttar frá grunni. Hefði alveg verið til í að fá grunninn af þessu bæði í grunnskóla og framhaldsskóla.

Ef þú þyrftir að eyða einni milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færir þú?
Ég færi í Tónastöðina og mundi ekki þurfa klukkutíma.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi mundir þú vilja dansa?
The Music með Marcus Marr.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Annaðhvort School of Rock (besta mynd allra tíma), Toy Story 2 eða Mulan, ég er ekki alveg viss.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Já.

Á hvern öskraðirðu síðast?
Tónleikagesti á Prikinu um daginn. Samt bara til að peppa liðið.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Will Ferrel. Ég hugsa að honum líði eins.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Hróarskeldu 2014, 2015, 2016, 2017 og 2018.

Hvaða tveir hlutir eru hræðilegir hvor í sínu lagi en frábærir saman?
MC Daði og MC Jökull.

Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu?
Ég er 208 sentimetrar.

Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik?
Lord of the Rings.

Hvað verður orðið hallærislegt eftir 5 ár?
Vonandi ekki ég, en sennilega ég.

Hvaða teiknimyndapersónu mundir þú vilja eiga sem vin?
Andrés önd, hann hefur nú samt verið vinur minn í mörg ár.

Hvað mundir þú nefna landið okkar ef við þyrftum að breyta?
Daðaland, er það ekki eitthvað?

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Að fara til framandi landa.

Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn fyndist Lagarfljótsormurinn, Frikki Dór ynni Eurovision fyrir Íslands hönd og Donald Trump yrði myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir?
Daði Freyr, nýr ritstjóri Dagblaðsins.

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, mundir þú hringja í lögregluna?
Já.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Hver er ég?

Facebooksíða Daða Freys.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af