fbpx
Fókus

„Bókaþjófurinn lýsir hugrekki og manngæsku í ómögulegum aðstæðum“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. september 2018 19:00

Róbert Marvin, rithöfundur og höfundur bókanna Konur húsvarðarins, Umsátur og Litakassinn, hefur ekki setið auðum höndum og er með barna- og unglingaspennusögu sem kemur út í haust sem ber nafnið Vitinn. En hvaða bækur eru í uppáhaldi hjá honum?

Hver er eftirlætisbarnabókin?
Þegar ég hugsa til baka þá voru Ævintýra-bækurnar og Fimm-bækurnar eftir Enid Blyton í uppáhaldi. Þær voru um krakka í klípu og mér þótti ævintýri þeirra spennandi og skemmtileg.

Hvaða bók er uppáhalds?
Ég er mjög hrifinn af Bókaþjófnum. Við fáum að sjá hlutlaust sjónarhorn þýskrar stúlku á árum seinni heimsstyrjaldarinnar sem elskar að lesa og reynir að útvega sér bækur til að lesa sem hún má ekki. Bókin er í uppáhaldi þar sem hún lýsir hugrekki og manngæsku í ómögulegum aðstæðum og gildi þess að geta lesið. Bókin er frábærlega skrifuð og heldur hlutleysi sínu allan tímann.

Hvaða bók myndirðu mæla með fyrir aðra og af hverju?
Ég las bókina A Monster Calls eftir Patrick Ness eftir að annar höfundur mælti með henni. Ég get hiklaust mælt með þeirri bók. Myndin sem var gerð eftir þeirri sögu er mjög góð, en bókin er alltaf betri.

Hvaða bók hefurðu lesið oftast?
Ég hef líklega lesið Söguna endalausu oftast þegar ég var barn. Kannski vegna þess að hún er endalaus. Ég jafnvel nartaði oft í epli eins og Bastían Baltasar Búx á meðan ég las, en ég hafði ekkert háaloft til að fara upp á.

Hvaða bók breytti lífi þínu og hvernig?
Ég verð að segja Stein On Writing eftir Sol Stein, en hana las ég margoft og hjálpaði hún mér að verða að betri rithöfundi. Það minnir mig á að líklega er kominn tími til að lesa hana aftur.

Hvaða bók býður þín næst til lestrar?
Fyrir utan að fara yfir næstu skáldsögu mína sem vonandi lítur dagsins ljós á næsta ári, og barnabækur sem ég les fyrir börnin mín, þá er ég að klára bók sem heitir The Rules of People eftir Richard Templar sem snýst um hvernig maður geti náð því besta fram í fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Olga er með ólæknandi krabbamein: „Það er mikilvægt að velta dauðanum fyrir sér og taka hann í sátt“

Olga er með ólæknandi krabbamein: „Það er mikilvægt að velta dauðanum fyrir sér og taka hann í sátt“
Fókus
Í gær

Biggi lögga vill að flugfélögin komi hreint fram – „Af hverju samþykkja neytendur svona hegðun?“

Biggi lögga vill að flugfélögin komi hreint fram – „Af hverju samþykkja neytendur svona hegðun?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhann Jóhannsson valinn kvikmyndatónskáld ársins á World Soundtrack Awards

Jóhann Jóhannsson valinn kvikmyndatónskáld ársins á World Soundtrack Awards
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorbjörn lést á mánudag fimm dögum eftir ákall móður hans – „Elsku fallegi sonur minn, hvíl í friði“

Þorbjörn lést á mánudag fimm dögum eftir ákall móður hans – „Elsku fallegi sonur minn, hvíl í friði“