fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Fókus

EUROVISION: Karlmenn og Píratar hafa takmarkaða trú á Ara – Eldri borgarar bjartsýnni

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 7. maí 2018 14:20

Íslenska þjóðin virðist alveg klofinn í væntingum sínum um framlag Íslands í undanúrslitum í Eurovision á morgun ef marka má nýjar niðurstöður frá MMR.

49% töldu íslenska lagið líklegt áfram til þátttöku á úrslitakvöldinu en 10% sögðust vongóð um að það myndi hreppa eitt af tíu efstu sætunum.

34% svarenda spáðu hins vegar að lagið, sem er í flutningi Ara Ólafssonar, myndi enda í einu af átta neðstu sætum keppninnar.

0205 EurovisionSpurt var: „Í hvaða sæti heldur þú að framlag Íslands lendi í Eurovision keppninni í ár?“

Stakir svarmöguleikar voru fyrir hvert af sætunum 43 auk „Veit ekki/vil ekki svara“.

Samtals tóku 87,7% afstöðu til spurningarinnar.

Munur eftir lýðfræðihópum

Konur kváðust telja íslenska lagið líklegra til að ná úr undankeppni (54%) en karlar (45%), þó svo að hlutfall þeirra sem töldu framlag Íslands líklegt til að enda í einu af tíu efstu sætunum hafi verið nokkuð jafnt á milli kynja.

Karlar voru hins vegar líklegri til að telja að lagið myndi enda í 36. til 43. sæti (39%) heldur en konur (28%).

Þegar litið var til aldurs svarenda mátti sjá að mesta bjartsýnin ríkti á meðal svarenda elsta aldurshópsins (68 ára og eldri) en 81% þeirra töldu að Ari Ólafsson myndi öðlast rétt til að flytja lag sitt í annað skipti í úrslitakeppninni í Lissabon.

Stuðningsfólk Pírata skar sig þar nokkuð úr en 67% töldu að Ari myndi ekki komast áfram til að flytja lag sitt aftur á úrslitakvöldi keppninnar.

Öllu meiri svartsýni ríkti á meðal landsmanna undir 50 ára aldri, þar sem 44% svarenda á aldrinum 30-49 ára og 36% svarenda á aldrinum 18-29 ára töldu Ara líklegastan til að verma eitt af neðstu sætum undankeppninnar.

Lítinn mun var að sjá á væntingum svarenda eftir búsetu en bjartsýni á velgengni íslenska framlagsins fór minnkandi með auknu menntunarstigi og heimilistekjum svarenda. Þá voru bændur, sjó-, iðn-, véla- og verkafólk (54%) og þeir sem ekki voru útivinnandi (68%) líklegastir til að spá íslenska laginu áframhaldandi þátttöku næstkomandi laugardagskvöld.

Almennt var lítils breytileika að gæta þegar litið var til stjórnmálaskoðana en stuðningsfólk flestra flokka var nokkuð klofið í spá sinni um velgengni íslenska lagsins.

Flokkur fólksins fílar Ara

Stuðningsfólk Pírata skar sig þar nokkuð úr en 67% töldu að Ari myndi ekki komast áfram til að flytja lag sitt aftur á úrslitakvöldi keppninnar.

Mikillar bjartsýni gætti þó hjá stuðningsfólki Flokks fólksins og töldu 73% þeirra að íslenska lagið myndi ná áfram í úrslit keppninnar en fjórðungur þeirra spáði laginu lokastöðu í einu af tíu efstu sætunum.

Þó ber að geta að fjöldi svarenda í hópi stuðningsfólks Flokks fólksins var aðeins 23 af þeim 985 sem spurðir voru og gætu niðurstöður þeirra því haft takmarkað forspárgildi.

0205 Eurovision x

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 985 einstaklingar

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin.

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Ágústa Hera hannaði kápu sem auðveldar smygl á fatnaði

Ágústa Hera hannaði kápu sem auðveldar smygl á fatnaði
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Sif Sigmarsdóttir: „Allt var ömurlegt í gamla daga“

Sif Sigmarsdóttir: „Allt var ömurlegt í gamla daga“
Fókus
Í gær

Slökkviliðsmenn færa Hrafnistu og Kvennaathvarfinu góðar gjafir

Slökkviliðsmenn færa Hrafnistu og Kvennaathvarfinu góðar gjafir
Fókus
Í gær

Bjarni Hafþór færir þjóðinni jólagjöf – „Þetta er jólagjöf frá mér til þín“

Bjarni Hafþór færir þjóðinni jólagjöf – „Þetta er jólagjöf frá mér til þín“