fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fókus

Rými listamanna – Samtal um frumkvæði listamanna

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 10:30

Rými Listamanna, Samtal um frumkvæði listamanna fer fram í Nýlistasafninu laugardaginn 10 nóvember kl 10- 17 í Marshallhúsinu.

Þar sem takmarkaður fjöldi er á málþingið, þarf að tilkynna þátttöku á nylo(at)nylo.is fyrir 8. nóvember. Athugið að flest erindi á málþinginu eru á íslensku fyrir utan innlegg Mark Cullen sem verður á ensku.

Rými listamanna býður uppá samtal um frumkvæði listamanna á Íslandi. Verkefni og rými stofnuð og rekin af listamönnum verða til umfjöllunar og framtíð þeirra rædd. Tilgangur samkomunnar er að undirstrika mikilvægi þess samstarfs sem á sér stað meðal listamanna í alþjóðlegu samhengi en sérstaklega verður litið til listasenunnar á Íslandi. Markmið málþingsins er að hvetja til íhugunar, vekja til umhugsunar og varpa fram spurningum sem tengjast frumkvæðum listamanna. Að rannsaka, ögra og endurskoða þá snertifleti, áskoranir og möguleika sem einkenna frumkvæði listamanna í dag og skoða tækifæri framtíðarinnar. Samkoman verður vettvangur til að styrkja tengslanetið, stuðla að samvinnu meðal listamanna, spá í framtíðina og gefa frumkvæðum listamanna kastljósið. Við viljum skapa rými og þátttökuvettvang þar sem mælendur til jafns við gesti geta deilt sögum, áhyggjum, skoðunum og spurt spurninga sem brenna á.

Mælendur verða meðal annars eftirfarandi: Mark Cullen (Pallas Projects / Studios, Dublin), Ingólfur Arnason og Eggert Pétursson ásamt Unnari Erni J. Auðarsyni, Kling & Bang, Steinunn Önnudóttir (Harbinger), Hildigunnur Birgisdóttir (OPEN), Una Sigurðardóttir (Sköpunarmiðsstöðin) og fleiri.

Boðið verður uppá kaffi og léttar veitingar í hádeginu.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér

Anna Fríða Dominosdrottning á von á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Átökin á Norður-Írlandi

Átökin á Norður-Írlandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu

Lói þú flýgur aldrei einn – Atli Örvarsson stýrir hljómleikabíósýningu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins