fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Rými listamanna – Samtal um frumkvæði listamanna

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rými Listamanna, Samtal um frumkvæði listamanna fer fram í Nýlistasafninu laugardaginn 10 nóvember kl 10- 17 í Marshallhúsinu.

Þar sem takmarkaður fjöldi er á málþingið, þarf að tilkynna þátttöku á nylo(at)nylo.is fyrir 8. nóvember. Athugið að flest erindi á málþinginu eru á íslensku fyrir utan innlegg Mark Cullen sem verður á ensku.

Rými listamanna býður uppá samtal um frumkvæði listamanna á Íslandi. Verkefni og rými stofnuð og rekin af listamönnum verða til umfjöllunar og framtíð þeirra rædd. Tilgangur samkomunnar er að undirstrika mikilvægi þess samstarfs sem á sér stað meðal listamanna í alþjóðlegu samhengi en sérstaklega verður litið til listasenunnar á Íslandi. Markmið málþingsins er að hvetja til íhugunar, vekja til umhugsunar og varpa fram spurningum sem tengjast frumkvæðum listamanna. Að rannsaka, ögra og endurskoða þá snertifleti, áskoranir og möguleika sem einkenna frumkvæði listamanna í dag og skoða tækifæri framtíðarinnar. Samkoman verður vettvangur til að styrkja tengslanetið, stuðla að samvinnu meðal listamanna, spá í framtíðina og gefa frumkvæðum listamanna kastljósið. Við viljum skapa rými og þátttökuvettvang þar sem mælendur til jafns við gesti geta deilt sögum, áhyggjum, skoðunum og spurt spurninga sem brenna á.

Mælendur verða meðal annars eftirfarandi: Mark Cullen (Pallas Projects / Studios, Dublin), Ingólfur Arnason og Eggert Pétursson ásamt Unnari Erni J. Auðarsyni, Kling & Bang, Steinunn Önnudóttir (Harbinger), Hildigunnur Birgisdóttir (OPEN), Una Sigurðardóttir (Sköpunarmiðsstöðin) og fleiri.

Boðið verður uppá kaffi og léttar veitingar í hádeginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart