fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Eiríkur Örn um Lof mér að falla: „Ofpródúserað jafningjafræðslumyndband“ – Jón Viðar sammála

Fókus
Miðvikudaginn 3. október 2018 22:00

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur gefur kvikmyndinni Lof mér að falla heldur dræma umsögn þá ef hún er borin saman við þá dóma sem hafa birst í fjölmiðlum. Dóm Eiríks er að finna á vefnum Starafugl. Þar segir hann myndina helst minna sig á forvarnarmyndband. Hann segist vera með blendnar tilfinningar, þar sem margt sé gott, svo sem leikur, myndataka og tónlist en gagnrýnir handritið. Gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson segist á Facebook vera sammála Eiríki í öllum meginatriðum.

„Ég er klofinn í afstöðu minni. Nýjasta kvikmynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar Lof mér að falla gerir eitthvað mjög rétt. Hún snertir við fólki og sendir það grátandi út í nóttina; hún sýnir smælingjum heimsins samúð og segir mikilvægar sögur þeirra; hún er falleg, meira að segja þegar hún er ljót; hún ertir skilningarvitin og ýfir tilfinningalífið. Það er erfitt að horfa á hana. Við höfum verið í sumum þessara partía og börnin okkar eiga þetta kannski eftir og við vitum það mæta vel að það komast ekki allir lífs af – og sumir sem komast lífs af eru svo gott sem lifandi dauðir. Lof mér að falla er mikilvæg mynd,“ Eiríkur Örn.

En á hinn boginn segir hann lítið koma á óvart. „En á sama tíma er hún líka svolítið einsog ofpródúserað jafningjafræðslumyndband. Sem listaverk spyr hún engra spurninga sem hún svarar ekki jafn harðan og ekkert svaranna kemur á óvart. Fara eiturlyf illa með fólk? Já. Er ljótt að svíkja vini sína? Já. Gerir fólk siðlausa hluti til að verða sér úti um fix? Já, jú er það ekki, það hljómar sennilega,“ segir Eiríkur Örn.

Bútasamur

Eiríkur segir að það sé bútasaumsblær yfir handritinu. „Magnea og Stella verða fljótlega ástkonur en þrátt fyrir að þær elski hvor aðra einlæglega og stundi í þokkabót kynlíf af og til þá gleymdi ég því undantekningalítið að þær voru kærustupar nema rétt á meðan þær duttu í sleik. Kemistrían á milli þeirra var einhvern veginn vinakemistría.

Það er bútasaumsblær yfir handritinu – hvert og eitt atriði er sannferðugt en svo er einsog þau hangi ekki almennilega saman. Einsog þau tilheyri sitthvoru lífinu eða í það minnsta lífsskeiðinu og jafnvel ólíkum áratugum. Ég átti líka oft erfitt með að átta mig á hversu djúpt þær voru sokknar. Eina stundina virtust þær saklausir djammfiktarar og þá næstu innmúraðir reynsluboltar og svo aftur saklausir djammfiktarar,“ segir Eiríkur Örn.

Hann segir enn fremur að myndin sé nokkuð ofhlaðin. „Söguþráðurinn inniheldur allt það ljóta sem getur komið fyrir fíkla í einni beit – nauðganir, óverdós, vændi, þjófnað, ástvinasvik, sjálfsmorð, mansal, barsmíðar o.s.frv. o.s.frv. – og þótt myndin sé vel á þriðja tíma hljóta meira að segja jákvæðustu áhorfendur að viðurkenna að hún er svolítið ofhlaðin og hefði mátt við því að dvelja betur við einstök atriði.“

Alltaf 2015

Eiríkur segir þrátt fyrir að gerast á tveimur tímabilum þá virðist ekkert hafa breyst á tuttugu árum. „Innri tími sögunnar – þessi tvö tímabil með tuttugu ára millibili – er jafn vel skilgreindur og ytri tími sögunnar, hvenær hún á að gerast, er það ekki. Á fyrra tímabilinu er stundum einsog sagan sé að gerast á níunda áratugnum og stundum einsog hún hafi gerst í gær. Eina stundina er auglýst eftir Magneu á forsíðu DV á meðan hún étur franskar úr körfu á einhverri næntíssjoppu og þá næstu fær hún snjallsíma frá pabba sínum, notar contalgin – sem var ekki tískudóp á tíunda áratugnum, það best ég veit – og hlustar á Hatara í partíum (frekar en bara t.d. gegnumbrotsplötu Maus, Lof mér falla að þínu eyra, já eða Mínus!). Tuttugu árum síðar er ennþá bara samtíminn og fólk sennilega ennþá að hlusta á Hatara og sprauta sig með conta. Allir eru alltaf á 2015 módelum af bílum alveg sama hvað og þeir halda sér ótrúlega vel. Það er skrítið að í mynd sem fjallar að talsverðu leyti um samband fortíðar og framtíðar sé í raun enginn tími,“ segir Eiríkur Örn.

„ÆTLAR ÞÚ AÐ ENDA SVONA?“

Hann segir að lokum að Lof mér að falla virki vel sem forvörn: „Og einhvern veginn situr þá í manni að „sögn“ verksins sé sú sama og ef maður hefði verið dreginn niður í bæ og bent á pissublautasta, verst farna rónann í borginni og spurður hvasst: ÆTLAR ÞÚ AÐ ENDA SVONA? VILTU AÐ BÖRNIN ÞÍN ENDI SVONA? Nei, Baldvin og Biggi, svona vil ég ekki enda, og ég lofa að gæta barnanna minna svo þau endi ekki svona, vina þeirra, barna vina minna, it takes a village, við erum öll í þessu saman svona hafa of margir endað, ég þekki nokkra, við þekkjum þau öll og ef við erum nógu skelfingu lostin þá kannski hættir það. Ég er að gera mitt besta. Ég lofa.“

Gagnrýni Eiríks má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“