fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Logi syngur til sonar síns um tilfinningar og ást – Gefur út stuttskífu í dag

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. september 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Pedro gefur í dag frá sér stuttskífuna Fagri Blakkur á streymisveitum Spotify. Platan inniheldur lögin Fuðri upp (GOGO) og Reykjavík, sem eru poppsmellir með angurværum textum. Platan var tekin upp í 101derland hljóðverinu í sumar og fylgir eftir hans fyrstu plötu í fullri lengd.

Í laginu Reykjavík syngur Logi Pedro til sonar síns um tilfinningar og ást: „Stundum slær lífið tón svo að í eyrun sker, stundum falla fræ sem vildu ekkert verða tré…“

Í Fuðri upp (GOGO) syngur Logi Pedro með glettni til fyrrum ástar: „Við brennum öll undir sömu sól, við grétum öll þegar Jackson dó…“

Fyrr í sumar gaf Logi Pedro út sína fyrstu sólóplötu Litlir svartir strákar. Platan hlaut einróma lof gagnrýnenda og er ein allra vinsælasta platan sem komið hefur út á þessu ári og er komin yfir tvær miljónir spilana. Smáskífan „Dúfan mín“ hefur verið á topplistum Spotify síðan í janúar og nær einni milljón spilana núna í september á Spotify.

Logi Pedro hefur verið einn fremsti tónlistarmaður okkar Íslendinga síðustu ár. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið sem liðsmaður í hljómsveitinni Retro Stefson sem náði töluverðum vinsældum áður en hún lagðist í dvala árið 2016. Retro Stefson hlaut bæði platínu- og gullviðurkenningar fyrir plötusölu og ótal tónlistarverðlaun.

Logi Pedro hefur einnig verið áberandi sem upptökustjóri og útgefandi síðustu ár. Undir hans stjórn komu tónlistarmennirnir Young Karin og Sturla Atlas fram, en bæði hafa þau náð talsverðum vinsældum síðustu ár. Fyrir utan fyrrnefnda listamenn er hann einnig útgefandi Flona, Birnis og Joey Christ í gegnum útgáfufyrirtæki sitt Les Frères Stefson, sem er í eigu hans og bróður hans Unnsteins Manuel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“