Í dag kom út platan Ahoy! Side A sem er fyrsti hlutinn af nýju verki sem heitir Ahoy. Platan inniheldur fimm ný lög og fjögur eldri í nýjum búningi.
Platan er saga um sársauka, hræðslu, falleg sambönd við náttúruna og baráttu manneskjunnar.
Með Svavari Knúti á plötunni spila: Bassi Ólafsson trommur, Örn Ýmir Arason bassi, Daníel Helgason gítar og Steingrímur Teague á píanó, ásamt Svavari sjálfum.
Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.