fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Tímarit Máls og Menningar komið út – Skartar háspennumastri á upphlut

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðja Tímaritshefti ársins kom úr prentsmiðju fyrir helgi, lagði af stað til áskrifenda á mánudag og fór í bestu bókabúðir á þriðjudag. Það er sjón að sjá í þetta sinn, skartar á kápu listaverki eftir Þuríði Sigurðardóttur: fagurlega unninni mynd af háspennumastri á upphlut!

Um kápumyndina segir Þuríður: „Háspennumastur af þeirri gerð sem hér er klætt upphlut er hluti níu mynda raðar sem ég vann árið 2002 og nefnist „Hugarástand“. Frá því ég fyrst man eftir þessum „kvenlegu“ möstrum hef ég gert mér að leik að klæða þau í huganum í ýmiskonar fatnað – og væntanlega hefur hugarástand mitt ráðið því hver klæðnaðurinn varð. Í dag eru tilfinningarnar blendnar gagnvart möstrunum og ég vildi að náttúran væri án þeirra. En þau eru þarna og ég finn enn fyrir löngun til að halda leiknum áfram. Verkin eru unnin með blandaðri tækni.“

Myndverk Þuríðar tengist tveim efnisatriðum í heftinu, frábæru ljóði fjallkonunnar frá því í sumar eftir Lindu Vilhjálmsdóttur og hugleiðingu Andra Snæs Magnasonar út frá kvikmyndinni Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson. Af öðru efni má til dæmis nefna lofgrein Sigurlínar Bjarneyjar um bókasöfn, skemmtilega umfjöllun Ásdísar R. Magnúsdóttur um ævintýrið um Fríðu og Dýrið, athyglisverða frásögn kínverska íslenskukennararns Wang Shuhui af örlögum Nóru Ibsens í Kína, málsvörn Sigurðar Skúlasonar fyrir William Shakespeare sem hann segir eiga undir högg að sækja í íslensku leikhúsi, frásögn Halldórs Guðmundssonar af heimsókn Astrid Lindgren til Íslands, grein Bergljótar Soffíu Kristjánsdóttur um sögulegar skáldsögur og afmælisgrein Kolbrúnar Halldórsdóttur um nírætt Bandalag íslenskra listamanna.

Auk fjallkonuljóðs Lindu er smásaga eftir Sverri Norland um ráðvillta ungbarnsforeldra, ljóð eftir Guðmund Andra Thorsson um atburðina skelfilegu í Útey, prósaljóð um bókaskipti með dásamlegum endahnút eftir Hauk Þorgeirsson, dramatísk smásaga eftir Gunnar Randversson, ljóð eftir Pablo Neruda í þýðingu Einars Ólafssonar, síðasta bréf Nadezhdu Mandelstham til manns hennar í þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar og skondnar smásögur Bjarka Bjarnasonar.

Viðtalið er við bandarísku skáldkonuna Anne Carson og það tók Kristín Ómarsdóttir.

Hugvekjur eru þrjár: Silja Aðalsteinsdóttir minnist Jónasar Kristjánssonar ritstjóra, Einar Már Jónsson á þar vangaveltur um „augnablikið“ og Svanur Kristjánsson skrifar um leitina að sannleikanum og íslenska stjórnmálafræði.

Í bókadómum skrifar Jón Yngvi Jóhannsson um Sakramentið eftir Ólaf Jóhanns Ólafsson, Ásta Kristín Benediktsdóttir skrifar um Smartís eftir Gerði Kristnýju, Einar Már Jónsson um Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar eftir Styrmi Gunnarsson og Úlfhildur Dagsdóttir um Endalokin: Útverðina og Gjörningaveður eftir Birgittu Elínu Hassell og Mörtu Hlín Magnadóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar