fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fókus

JAK heldur útgáfutónleika fyrstu sólóplötu sinnar – „Platan kallar á spilun“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. september 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Stefán Jakobsson hefur fyrir löngu getið sér gott orð með hljómsveitinni DIMMA og víðar. Undanfarið hefur hann unnið að sinni fyrstu sólóplötu, sem heitir einfaldlega JAK sem er einnig listamannsnafn Stefáns.
Tónlistina vann Stefán í samvinnu við Halldór Á Björnsson (Legend), textasmíðar eru Stefáns og Magnúsar Þórs og landskunnir tónlistarmenn og vinir ljáðu Stefáni raddir og hljóðfæraleik á plötunni sem spannar breitt litróf. Lögin Flóttamaður og Ánauð eru þegar komin út en þau hafa fengið frábærar viðtökur og ratað inn á vinsældarlista útvarpsstöðva.
Hljómsveitina skipa: Stefán Jakobsson söngur, Birgir Jónsson, trommur, Birkir Rafn Gíslason gítar og Hálfdán Árnason bassi.
Hjalti Árna var mættur með myndavélina að vanda og gaf DV góðfúslega leyfi til að birta myndir frá tónleikunum.
 
Björn Jónsson sem heldur úti tónlistargagnrýni á Tónskrattanum hafði þetta að segja um tónleika JAK á Græna hattinum þann 9. september síðastliðinn:
 
Já, ég var ekki búinn að segja frá því að Stebbi Jak og hljómsveit voru með hreint frábæra útgáfutónleika á Græna Hattinum í gærkveldi á plötunni Jak.
Þvílíkt gæðaband sem drengurinn var með sér og sannarlega er ég með það á hreinu að Birkir Rafn Gíslason gítarleikari er einn af 10 gítarleikurum sem eru 5 bestu gítarleikarar landsins. Oft hef ég séð hann fara á kostum en maður hristi bara hausinn stundum í gærkveldi, þvílíkur snillingur þessi drengur.
Þegar ég skrifa Birgir Jónsson þá sjá menn fyrir sér ákveðinn gæða trommuleik og sá höggþétti drengur bara kann ekki að klikka. Það hefði verið sorglegt ef hann hefði tekið upp á því þarna, en ég sá á honum að honum fannst ekkert gaman að spila gamla slagarann, My way sem sveitin flutti.
Ónefndur er þá hinn frábæri bassaleikari, Hálfdán Árnason, geggjað flottur spilari sá drengur. Stebbi sjálfur fór á sínum alkunnu kostum eins og fyrri daginn. Það voru kannski helst aukalögin sem tekin voru sem vöktu litla hrifningu mína fyrir utan House of The Rising Sun, en í því sté Jakob faðir Stebba á svið og hann púllaði sannarlega bassaleikinn í laginu. Svona augnablik þegar óvæntir gestir stíga á svið, eru alltaf skemmtileg.
Auk Jakobs steig á svið falleg stúlka, Margrét Hildur Egilsdóttir og söng með Stebba í einu lagi og hún skilaði sínum söng af stakri prýði. Þetta voru magnaðir tónleikar og eiginlega í fyrsta skipti sem maður heyrir þessi lög þó ég hafi aðeins rennt yfir plötuna á Spotify. Það er einhvern veginn ekki alveg að marka, en ég er búinn að fá alvöru eintak í hendurnar og hef rúllað plötunni nokkrum sinnum í græjunum og hún kallar á spilun og vinnur verulega á og ég er ekki frá því að þegar upp er staðið komi ég til með að brosa eyrna á milli af ánægju. Meira um það síðar. Allir rokkaðdáendur út í búð að kaupa plötu, þannig fá listamennirnir einhvern pening í kassann, því það er bara brandari hvað menn fá fyrir Spotify spilun.
 
 JAK heldur aðra tónleika í Bæjarbíói annað kvöld, föstudaginn 14. september.

 
 
Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?