Fókus

Samningur borgarinnar við Leikfélag Reykjavíkur framlengdur til þriggja ára

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. september 2018 14:00

Frá undirritun samningsins: Dagur B. Eggertsson, Kristín Eysteinsdóttir og og Eggert Benedikt Guðmundsson. Mynd: Sigurjón Sigurjónsson

Fulltrúar Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar hafa undirritað samning um framlengingu til þriggja ára um rekstur Borgarleikhússins. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, undirrituðu samninginn ásamt Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins.

,,Öflugt menningarlíf eykur lífsgæði borgarbúa og með samningnum er borgarbúum gert kleift að njóta fjölbreyttra sviðslista. Starfið í Borgarleikhúsinu einkennist af miklum metnaði og eru gestir um 200 þúsund á ári hverju,” segir Dagur B. Eggertsson. ,,Í samningnum er sérstaklega kveðið á um að áhersla skuli lögð á listuppeldi barna og ungmenna og er ánægjulegt að sjá hve leikhúsið hefur sinnt því hlutverki vel í gegnum árin enda er barnamenning mikilvægur hluti af öllu menningarstarfi,” bætir Dagur við en í samningnum er tekið fram að listauppeldi barna og ungmenna sé sinnt sérstaklega.

 Markmiðið samningsins er að í Reykjavík sé rekið fjölbreytt og metnaðarfullt leikhús þar sem er sköpuð og sýnd leiklist í hæsta gæðaflokki. Einnig er tekið fram að Borgarleikhúsið verði lifandi vettvangur nýsköpunar og kynningar á íslenskri leiklist þar sem erlendri klassík og samtímaleiklist eru einnig gerð góð skil og að tryggja samfellu og framþróun í öflugu leiklistarstarfi. Þannig á starfið í Borgarleikhúsinu að höfða til borgarbúa og gera þeim kleift að njóta fjölbreyttra sviðslista.

Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússtjóri, segir að samningurinn tryggi rekstrargrundvöll leikhússins og geri starfsfólki kleift að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið í leikhúsinu síðustu ár. ,,Við erum afar þakklát fyrir meðbyr síðustu ára og horfum björtum augum fram á veginn. Við hlökkum til að örva hug og hjörtu áhorfenda á komandi leikári og þökkum Reykjavíkurborg fyrir gott samstarf og mikilvægan stuðning,” segir Kristín.

Mynd: Sigurjón Sigurjónsson.
Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Barði orðinn að styttu
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

JóiPé og Króli ræða barnasáttmála SÞ – Alþjóðadagur barna er í dag – Sjáðu myndbandið

JóiPé og Króli ræða barnasáttmála SÞ – Alþjóðadagur barna er í dag – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Jens sýndi Birgittu Haukdal ótrúlegan dónaskap – Svona tók hún á ókurteisi hans

Jens sýndi Birgittu Haukdal ótrúlegan dónaskap – Svona tók hún á ókurteisi hans
Fókus
Í gær

Bergrún og Ragga með litríkt útgáfuboð

Bergrún og Ragga með litríkt útgáfuboð
Fókus
Í gær

Fyrrverandi rokkstjarna afhjúpar málverk af prinsi

Fyrrverandi rokkstjarna afhjúpar málverk af prinsi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skissubók full af píkum og brjóstum

Skissubók full af píkum og brjóstum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hin dularfulla getnaðarvörn Rómverja

Hin dularfulla getnaðarvörn Rómverja