Fókus

Bransasögur í Hollywood – Stærsta Tarantino myndin til þessa

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 20:00

Níunda og nýjasta kvikmynd leikstjórans Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood, verður frumsýnd eftir tæplega ár og er sögð vera hans stærsta til þessa.

Myndin segir nokkrar bransasögur af lífi fræga fólksins í Los Angeles árið 1969. Sagt er að nálgunin verði með ekki ósvipuðu sniði Pulp Fiction að því leyti hvernig ólíkar sögur tvinnast saman. Á annan veg mun myndin að hluta til fjalla um morðið á leikkonunni Sharon Tate ásamt seinni ár leikarans Rick Dalton og sögur af sambandi hans við áhættuleikara sinn, Cliff Booth.

Myndin notast við margar sannar bransasögur og ýktar af tímum í Hollywood þegar iðnaðurinn tók við miklum stakkaskiptum. Dalton og Booth eru annars vegar skáldaðar persónur.

Tarantino hefur áður sagt að hann ætli ekki að gera fleiri kvikmyndir þegar hann hefur náð tíu. Því má segja að ríkir mikil eftirvænting fyrir þeirri næstsíðustu, sem er frumsýnd í byrjun ágúst 2019 – en á því ári verða liðin 50 ár frá Manson-morðunum.

Með hlutverk í myndinni fara (og dragið andann djúpt) Leonardo DiCaprio, Brad Pitt, Timothy Olyphant, Margot Robbie, Al Pacino, Burt Reynolds, Kurt Russell, Dakota Fanning, Emile Hirsch, Tim Roth, Michael Madsen, Damian Lewis, Zoë Bell og Luke Perry.

Tökur standa nú yfir á myndinni og má sjá að neðan myndir frá tökustað.

Margot Robbie smellpassar í hlutverk leikkonunnar Sharon Tate.
Félagarnir Rick Dalton (Leonardo DiCaprio) og Cliff Booth (Brad Pitt).
Al Pacino kátur með leikstjóranum.
Nei, blessaður.
Los Angeles, árið 1969, frá sjónarhorni Tarantinos.
Hugað er að hverju smáatriði í umgjörð myndarinnar og tímabili hennar.

 

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi Steingeit – Vekur athygli án þess að reyna það!

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi Steingeit – Vekur athygli án þess að reyna það!
Fókus
Í gær

Hvernig er best fyrir kennara að spilla nemendum sínum?

Hvernig er best fyrir kennara að spilla nemendum sínum?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður skrifar um framúrskarandi krakka í neyslu – „Erfiðara að koma af fullkomnu heimili eða vera fullkominn því fallið er hærra“

Auður skrifar um framúrskarandi krakka í neyslu – „Erfiðara að koma af fullkomnu heimili eða vera fullkominn því fallið er hærra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valgarður fékk skelfilegt hugboð – „Eins og eitthvað flygi í gegnum hausinn á mér, eitthvað kalt. Það fyrsta sem ég hugsaði var – „Mamma!“

Valgarður fékk skelfilegt hugboð – „Eins og eitthvað flygi í gegnum hausinn á mér, eitthvað kalt. Það fyrsta sem ég hugsaði var – „Mamma!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

BLE-Rödd unga fólksins hlaut 19.2% atkvæða

BLE-Rödd unga fólksins hlaut 19.2% atkvæða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérkennilegur minjagripur – Yfir 60 ára gamall strætómiði

Sérkennilegur minjagripur – Yfir 60 ára gamall strætómiði