Tíunda og síðasta vika Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju hefst í dag

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 09:30

Síðasta vika Alþjóðlega orgelsumarsins hefst í dag og lofa aðstandendur hennar því að hátíðin muni enda með stæl. Organistinn Jónas Þórir mun spinna út frá verkum G. Gershwins með óvæntu útspili, vegleg dagskrá verður í Hallgrímskirkju á Menningarnótt (svokallaður Sálmafoss) og ein stærsta orgelstjarna sumarsins, Hannfried Lucke, mun enda hátíðina með fágaðri flugeldasýningu.

Hannfried Lucke organisti/prófessor í Mozarteum – Salzburg og Jónas Þórir:

Miðvikudaginn 15. ágúst kl. 12 syngur hinn margrómaði kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Händel, Byrd, Sigurð Sævarsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.Tónleikagestum er boðið í kaffi og spjall við meðlimi kórsins að tónleikunum loknum. Miðaverð 2.500 kr.

Fimmtudaginn 16. ágúst kl. 12 leikur organisti Bústaðakirkju, Jónas Þórir Þórisson, frjálsa tónsmíð sem nefnist Rhapsodía og er spunnin út frá helstu verkum George Gershwins, m.a. Rhapsody in Blue. Miðaverð 2.000 kr.

Laugardaginn 18. ágúst frá kl. 15 – 21 verður vegleg tónlistardagskrá í boði, svokallaður Sálmafoss á Menningarnótt. Aðgangur ókeypis.

Sunnudaginn 19. ágúst kl. 17 leikur Hannfried Lucke, konsertorganisti og prófessor við Mozarteum-háskólann í Salzburg, verk eftir Bach (Fantasía og fúga í g-moll), Byrd, Liszt, Novák, Reger og Rachmaninov. Miðaverð kr. 2.500.

Mynd: Nancy Horowitz

Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 12: Schola cantorum, stjórnandi Hörður Áskelsson

Efnisskrá:

Vorvísa Texti: Halldór Laxness 1902‒1998

Músik: Jón Ásgeirsson *1928

Smávinir fagrir Texti: Jónas Hallgrímsson 1807‒1845

Músik: Jón Nordal *1926

Á Sprengisandi Texti: Grímur Thomsen 1820‒1896

Músik: Sigvaldi Kaldalóns 1881‒1946

Úts.: Jón Ásgeirsson

Dagur er nærri Kristján Valur Ingólfsson, *1947

Músik: George Fridrich Handel 1675‒1759

Ave Verum Corpus Texti: Latneskur hymni

Músik: Willian Byrd 1540‒1623

Nunc dimittis Texti: Luk. 2. 29–32

Músik: Sigurður Sævarsson *1963

Heyr, himna smiður Texti: Kolbeinn Tumason 1173–1208

Músik: Þorkell Sigurbjörnsson 1938–2013

Stóðum tvö í túni Texti: Þjóðvísa

Músík: Ísl. Þjóðlag

Úts.: Hjálmar H. Ragnarsson *1952

Grafskrift Texti: Þjóðvísa

Músík: Ísl. þjóðlag

Úts.: Hjálmar H. Ragnarsson

Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, hefur frá upphafi hlotið mikla athygli fyrir fágaðan og tæran söng sinn. Kórinn var valinn „Tónlistarflytjandi ársins 2016” á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars 2017 og hefur unnið til verðlauna í erlendum keppnum og komið fram á tónleikum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Japan, Sviss og Bandaríkjunum. Schola cantorum var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2006, tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2007 og Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013. Kórinn hefur frá upphafi leikið mikilvægt hlutverk í íslensku tónlistarlífi og frumflutt verk eftir fjölda íslenskra tónskálda auk þess að flytja tónlist allra stíltímabila með og án hljóðfæraundirleiks, m.a. í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Alþjóðlegu barokksveitina í Hallgrímskirkju (áður Den Haag), Björk, Sigurrós o.fl. Kórinn kom einnig fram á 5 tónleikum á tónlistarhátíðinni Reykjavík Festival í Walt Disney Hall í Los Angeles í apríl 2017, þ.s. söngur kórsins hlaut einróma lof í allri umfjöllun stórblaða svo sem New York Times, LA Times o.fl. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Hörður Áskelsson.

Fimmtudaginn 16.ágúst kl. 12: Jónas Þórir Þórisson, organisti Bústaðakirkju

Efnisskrá:

Rhapsodía er heiti á frjálsri tónsmíð og eitt þekktasta tónverk George Gershwin er einmittRhapsody in Blue. Hér fáið þið að kynnast lögum og verkum eftir eitt af mínum uppáhaldstónskáldum 20. aldar, George Gershwin.

Ég mun spinna út frá hans þekktu tónsmíðum, m.a. úr Rhapsody in Blue og svo lögum úr óperunniPorgy og Bess og ef til vill kemur ein þekktasta söngkona Íslands og syngur með mér Summertime.

Meðal laga verða : The Man I love, Someone to Watch Over Me, I Got Plenty o‘ Nuttin‘, It ain‘t Necessarily So, I Got Rhythm og Summertime. JÞ

Jónas Þórir Jónasson (1956) byrjaði ungur að læra á fiðlu hjá Birni Ólafssyni konsertmeistara en orgelið og píanóið átti hug hans og hjarta. Hann lauk tónmenntakennaranámi og nam píanóleik hjá Halldóri Haraldssyni og tónsmíðar hjá Atla Heimi Sveinssyni. Jónas Þórir byrjaði að læra á orgel hjá Marteini H. Friðrikssyni og síðar hjá Herði Áskelssyni og Birni Steinari Sólbergssyni. Hann lauk kantorsprófi úr Tónskóla þjóðkirkjunnar og var við nám hjá Karsten Askeland í Bergen í Noregi. Jónas Þórir er mikilvirtur undirleikari hjá söngvurum og hefur einnig samið og útsett mikið. Hann starfar sem organisti í Bústaðakirkju.

Laugardaginn 18. ágúst kl. 12-21: Sálmafoss á Menningarnótt, fjölbreytt tónlistaratriði

Dagskrá:

Kl 15, 16, 17, 18 og 19 Sálmasöngur – allir syngi með!

Kl. 15.55, 16.55, 17.55, 18.55 og 19.55: Klukkuspil Hallgrímskirkju ómar.

Valin sálmalög send út í “Menningarnóttina”.

15.10 Sálmar á nýrri öld Kammerkórinn Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar og Sigurður Flosason tónskáld og saxófónleikari kynna og flytja nýja sálma eftir Sigurð og Aðalstein Ásbergsson skáld. Sigurður rammar inn flutninginn með spuna á saxófón og spjalli.

16.10 Söngsveitin Fílharmónía flytur fjölbreytta kórtónlist undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.

16.40 Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur sálmforleiki á Klais-orgelið.

17.10 Mótettukór Hallgrímskirkju syngur sálmaútsetningar og mótettur undir stjórn Harðar Áskelssonar.

17.30 Hannfried Lucke, konsertorganisti frá Salzburg, leikur á Klaisorgelið.

18.10 Umbra flytur Maríusöngva frá miðöldum og trúarleg þjóðlög, írsk sem íslensk.

18.35 Björn Steinar Sólbergsson organisti Hallgrímskirkju flytur fjölbreytta orgeltónlist.

19.10 Hildigunnur Einarsdóttir altsöngkona og Björn Steinar Sólbergsson flytja sálma og aríur eftir Bach og fl.

19.30 Sálmajass Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson orgelleikari flytja jassskotnar útsetningar af þekktum sálmum.

20.00 Rafspunadúettinn ManKan tengist midi-búnaði Klais-orgelsins.

20.30 Orgelspuni og sálmforleikir: Hannfried Lucke konsertorganisti frá Salzburg kemur Sálmafossgestum á óvart með fjölbreyttri túlkun á Klaisorgelið.

21.00 Klukkuspil Hallgrímskirkju ómar út í nóttina.

Sunnudaginn 19. ágúst kl. 17: Hannfried Lucke, konsertorganisti og prófessor við Mozarteum-háskólann í Salzburg

Efnisskrá:

Anonymous ca. 1520 My Lady Carey’s Dompe

Johann Sebastian Bach 1685–1750

Fantasía og fúga í g-moll, BWV 542

William Byrd 1543–1623 O mistress mine

Franz Liszt 1811–1886 Evocation à la Chapelle Sixtine

Vítězslav Novák 1870–1949 Prelúdía um móravískt stef

Max Reger 1873–1916 Intermezzo í g-moll op. 80 nr. 6

Sergej Rachmaninoff 1873–1943

Prelúdía í g-moll, op. 23, nr. 5

Umr. Gottfried H. Federlein, 1923

Hannfried Lucke kom fram á fyrstu tónleikaröð Alþjóðlega orgelsumarsins árið 1993 og hefur í framhaldi af því átt farsælt samstarf við Hörð Áskelsson og Mótettukór Hallgrímskirkju. Hannfried lék m.a. með kórnum á tónleikaferðalagi um Mið-Evrópu, á tónleikum í Hallgrímskirkju og í Skálholti. Þá hljóðritaði hann verk eftir Duruflé inn á geisladisk með kórnum sem selst hefur um allan heim.

Hannfried stundaði nám í heimaborg sinni, Freiburg í Þýskalandi, við Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg og hjá Lionel Rogg í Genf í Sviss. Árið 1997 var hann skipaður prófessor í orgelleik í Graz í Austurríki og frá árinu 2000 hefur hann verið prófessor í orgelleik við Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg. Árin 2016 og 2017 var hann einnig afleysingaprófessor við Tónlistarháskólann í Freiburg.

Sem eftirsóttur konsertorganisti hefur Hannfried Lucke leikið á fjölda þekktra orgela í flestum löndum Evrópu auk þess sem leikur hans hefur verið hljóðritaður við mörg þeirra. Þá hefur hann komið fram í USA, Kanada, Japan, Hong Kong og Ástralíu og í fjöldamörgum þekktum tónleikasölum eins og Royal Festival Hall í Lundúnum og í St. Patrick‘s Cathedral og á tónlistarhátíðunum í Vín, Tanglewood í Massachucetts og í d‘Aix-en-Provence í Suður-Frakklandi. Hannfried er virtur kennari á meistaranámskeiðum auk þess að vera dómari í alþjóðlegum keppnum í orgelleik.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 8 klukkutímum

Manchester United hafði samband við lögregluna – City gæti verið í veseni

Manchester United hafði samband við lögregluna – City gæti verið í veseni
Lífsstíll
Fyrir 8 klukkutímum

Klifurhúsið: Það er engin leið að hætta að klifra

Klifurhúsið: Það er engin leið að hætta að klifra
Matur
Fyrir 8 klukkutímum

Léttist um tæplega áttatíu kíló: Hér er leyniuppskriftin hennar

Léttist um tæplega áttatíu kíló: Hér er leyniuppskriftin hennar
433
Fyrir 9 klukkutímum

Sár því hann fær ekki að mæta Ronaldo í kvöld

Sár því hann fær ekki að mæta Ronaldo í kvöld
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Veiparar Íslands
Lífsstíll
Fyrir 10 klukkutímum

Dekraðu við þig á Snyrtistofunni Dimmalimm

Dekraðu við þig á Snyrtistofunni Dimmalimm
433
Fyrir 10 klukkutímum

Stóðst ekki væntingar hjá Manchester United – ,,Þetta gerðist of hratt“

Stóðst ekki væntingar hjá Manchester United – ,,Þetta gerðist of hratt“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hörður ræðir erfiða tíma hjá FH – ,,Óli Jó gaf skít í þessa pabba-pólitík“

Hörður ræðir erfiða tíma hjá FH – ,,Óli Jó gaf skít í þessa pabba-pólitík“
Lífsstíll
Fyrir 12 klukkutímum

Thai Nuddstofan: Aldagamlar aðferðir, ótrúleg virkni

Thai Nuddstofan: Aldagamlar aðferðir, ótrúleg virkni