fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Þekktir einstaklingar rifja upp eftirminnilegustu verslunarmannahelgina

Tómas Valgeirsson, Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 3. ágúst 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsta helgi sumarsins blasir nú við og eru möguleikarnir jafnmargir og útihátíðirnar eru fjölbreyttar. Hér tökum við saman ýmsar frásagnir þekktra einstaklinga af því hvaða minning frá fyrstu helgi ágústmánaðar hefur staðið upp úr; hvar, hvenær og hvers vegna.

 

Atli Steinn Guðmundsson (Þjóðhátíð í Eyjum 1993):

„Það er töluverð áskorun að velja eftirminnilegustu verslunarmannahelgina en eftir mikil heilabrot vel ég Þjóðhátíð í Eyjum 1993, hvort tveggja af því að það var fyrsta þjóðhátíðin mín og af því að nú eru 25 ár síðan. Þetta var mikið ævintýri, við vinirnir sigldum með gamla Herjólfi og það sem stendur upp úr er gestrisni Eyjamanna, ég hef varla heimsótt dásamlegra fólk en á þeim sex þjóðhátíðum sem ég sótti á öldinni sem leið og nota tækifærið hér og þakka Eyjamönnum af heilum hug fyrir kjötsúpu, reyktan lunda og frábærar móttökur. Á Þjóðhátíð 1993 var Todmobile aðalnúmerið og gekk sveitin þess fullkomlega dulin að hún fóstraði borgarfulltrúa komandi aldar undir belti sér. Þjóðhátíðargestir nutu sólar alla hátíðina fyrir utan dynjandi haglél og hellidembu í um hálftíma á laugardeginum. Ógleymanleg skemmtun.“

 

Írís Björk Tanya Jónsdóttir (Atlavík 1985/6):

„Eftirminnilegasta útihátíðin mín er sú eina sem ég hef farið á hingað til en það var á síðustu öld. Mig langar að segja 1985 en það gæti verið að það hafi verið 1986 en því miður eða sem betur fer voru engir farsímar né samfélagsmiðlar til þá og því ekki bunki af myndum til að staðfesta ártalið eða uppljóstra momentum sem maður vildi kannski ekki sjá í dag, ég mun kannski bölva samfélagsmiðlum í ellinni en það er hvort eð svo óralangt í það. Mamma og pabbi gáfu mér leyfi til þess að fara með ábyrgri eldri systur minni á þessa útihátíð sem haldin var í Atlavík.

Þarna voru Stuðmenn aðalhljómsveitin sem steig á svið þessa helgi en mér þótti mjög spennandi að fá að vera svona ung úti alla nóttina og horfa á goðið mitt hana Röggu Gísla. Á þessum árum var allt svo miklu einfaldara og hættuminna en í dag. Jú, jú, það var mikið djamm og fólk að drekka áfengi en það var enginn með læti og ég varð aldrei hrædd. Held mig við þessa fullkomnu minningu sem ég á með systur minni og vinum þar sem dansað var varlega inn í nóttina og er ekki á leið á útihátíð þetta árið allavega.“

 

Auður Jónsdóttir (Húnaver 1990):

„Þegar ég var sautján ára fékk ég að fara með Röggu Gísla í Húnaver sem barnapía Bryndísar dóttur hennar. Ragga var að fara að troða upp með Stuðmönnum og fyllti gamlan amerískan kagga af hárkollum og búningum. Svo var lagt í hann! Sólin skein og spenningurinn í hámarkinu. En þegar við vorum að renna niður brekkuna fyrir ofan hátíðina sagði Ragga sinni rámu ómótstæðilegu röddu: Ímyndaðu þér ef það myndi allt í einu birtast risastór rass, setjast hér ofan í dalinn og fylla út í allt! Síðan hef ég alltaf séð rassinn fyrir mér á þessari leið. En þegar við komum í Húnaver var barnapían fljót að finna vini sína og detta í það – en nokkuð betur búin en þeir með baksviðspassa sem Ragga hafði reddað. Svo baksviðs gat barnapían gengið í fríar veigar og verið dónaleg við sér eldra fólk.

Það litla sem ég man úr móðu þessa kvöld var þegar ég hafði klöngrast inn á svið hjá Stuðmönnum í miðri sveiflu og stóð þar fyrir aftan hljómsveitina og baðaði mig í dýrðarljómanum, æpandi skaranum og flóðlýstu sviðinu. Þetta er það næsta sem ég hef komist því að upplifa alsælu frægðarinnar. En hvað varð um Bryndísi litlu í öllu þessu man ég ekki alveg jafn glöggt. Sennilega hefur einhver fullorðinn tekið málin í sínar hendur fyrst barnapían var svona sólgin í áfengi og frægð.“

 

 

Elliði Vignisson (Þjóðhátíð í Eyjum 1998):

„Þegar maður hefur nýtt veslunarmannahelgina í 40 til 50 skipti í að vera á Þjóðhátíð þá er dáldið erfitt að velja þá eftirminnilegustu. Sennilega er þjóðhátíðin 1998 ein sú eftriminnilegri en það er fyrsta hátíðin eftir að ég varð faðir. Ég var einhvern veginn undir það búinn að þá myndi djammið minnka en það sem gerðist var að hátíðin var bara helmingi skemmtilegri þegar maður fór að njóta einnig barna- og fjölskyldustemmingar í gegnum barnið. Djammið minnkaði ekkert, hitt bættist bara við.“

 

 

Vilhelm Þór Neto (Innipúkinn 2016):

„Það kemur í raun bara eitt til greina og það er Innipúkinn 2016. Ég held að ástæðan sé sú að ég var að ljósmynda þá fyrir hátíðina á því ári. Þá ég myndavél með brotinn skjá og mér fannst svo gaman að hlaupa fram og til baka – og stundum auðvitað baksviðs – að taka myndir. Ég elska hreinlega að stússast og festa andrúmslofti á filmu, en Innipúkinn þetta ár mun alltaf eiga þennan séstaka sess í mínu hjarta.“

 

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Ólafsvaka 1993):

„Ég hef aldrei verið mikill verslunarmannahelgarmaður, of mikil eftirvænting um að nú verði allt frábært. Ég tók út mínar útihátíðir fyrir tvítugt, enda var miklu skemmtilegra að vera í bænum. Bestu helgarnar hafa verið í Þjórsárdal, þegar við höfum verið þar mörg. Eftirminnilegasta verslunarmannahelgin var þó líklega sú sem í raun stóð í eina og hálfa viku. Við fórum félagarnir á Ólafsvöku í Færeyjum, vorum þar í viku með tilheyrandi skemmtun. Keyrðum svo frá Seyðisfirði til Siglufjarðar, flugum í bæinn, fórum í Þjórsárdal í eina nótt og svo á Eldborg. Mikil ferðalög, mikil gleði, en ótrúlega gaman því félagsskapurinn var góður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Átján rafmyntaverum lokað í Svíþjóð – Lugu að skattinum til að spara milljarða

Átján rafmyntaverum lokað í Svíþjóð – Lugu að skattinum til að spara milljarða
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?