fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Átta íslenskir hlaðvarpsþættir sem þú verður að kanna

Óðinn Svan Óðinsson
Sunnudaginn 29. júlí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu misserum hafa hlaðvörp (e. podcast) verið að hasla sér völl hér á landi. Fyrir þá sem ekki vita þá er hlaðvarp eins konar útvarpsþáttur sem hægt er að hlaða niður í símann sinn og hlusta á hvar og hvenær sem er.

Úrval hlaðvarpsþátta hér á landi hefur aukist gríðarlega á undanförnum mánuðum og nú ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef þú hefur áhuga á íþróttum, sögu, góðu gríni eða hreinlega bara fólki þá ætti hlaðvarp að vera eitthvað fyrir þig. DV tók saman lista yfir átta frábæra hlaðvarpsþætti sem þú verður að athuga.

  1. Í ljósi sögunnar

Vera Illugadóttir er, að öðrum ólöstuðum, drottning hins íslenska hlaðvarps. Þættir hennar, Í ljósi sögunnar, hafa notið gríðarlegra vinsælda en þar fer Vera yfir sögulega atburði og málefni líðandi stundar. Meðal málefna sem tekin eru fyrir í þættinum eru Angela Merkel, eldsvoðinn í Scandinavian Star, flugslysið í Smolensk og Tsjernóbyl-slysið.

  1. Dr. Football

Íþróttafréttamaðurinn og sérvitringurinn Hjörvar Hafliðason fer á kostum sem Dr. Football í þessum magnaða hlaðvarpsþætti. Í þættinum fær Hjörvar til sín góða gesti til að kryfja fótboltann til mergjar. Þessi þáttur er svo sannarlega fótboltaumræða fyrir lengra komna.

  1. Grínland

Í þættinum Grínland ræðir útvarpsmaðurinn Þórður Helgi Þórðarson við fræga íslenska grínista. Úr verður skemmtilegt spjall þar sem viðmælendur ræða um æskuárin og hvernig það æxlaðist að þeir gerðust grínistar. Meðal þeirra sem koma fram í þættinum eru Sóli Hólm, Björn Bragi, Sveppi, Saga Garðars, Jón Gnarr, Dóri DNA og Anna Svava.

  1. Snorri Björn Podcast Show

Ljósmyndarinn og Snapchat-stjarnan Snorri Björnsson kom eins og stormsveipur inn í íslenska hlaðvarpsheiminn í vor. Snorri er skemmtilegur strákur sem fær til sín áhugavert fólk í spjall. Meðal þeirra sem Snorri hefur rætt við eru Gunnar Nelson, Sara Sigmundsdóttir og Kári Steinn Karlsson.

  1. Fílalag

Fílalag hóf göngu sína í mars árið 2014 og er með elstu hlaðvarpsþáttum Íslands. Þátturinn er í umsjón þeirra Bergs Ebba Benediktssonar og Snorra Helgasonar. Þættirnir eru léttir og skemmtilegir en í hverjum þætti taka þeir félagar fyrir eitt lag og fjalla um það í víðu samhengi. Stöku sinnum hafa þeir félagar fengið til sín gesti en Valdimar Guðmundsson, Ari Eldjárn og Hugleikur Dagsson eru meðal þeirra sem hafa kíkt í spjall.

  1. Mark­manns­hansk­arn­ir hans Al­berts Cam­us

Fjölmiðlamaðurinn og heimspekingurinn Guðmundur Björn Þorbjörnsson er umsjónarmaður þessara mögnuðu þátta. Guðmundur sér heiminn með aðeins öðruvísi augum en flestir og ræðir íþróttir út frá öðru sjónarhorni en við erum vön. Gestir þáttarins eru ekki af verri endanum en Emil Hallfreðsson og Ólafur Sefánsson eru meðal viðmælanda. Hvort sem þú elskar íþróttir eða ekki þá eru Mark­manns­hansk­arn­ir hans Al­berts Cam­us klárlega þess virði að skoða.

  1. Ævintýri Tinna

Í þessum þætti fjallar fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson ítarlega um belgíska myndasöguhöfundinn George Remi, eða Hergé, og Tinnabækurnar. Í þættinum kafar Gísli djúpt í sögu Hergés og Tinna. Gísli tekur hverja Tinnabók fyrir og fær til sín góða gesti en meðal þeirra sem heimsækja Gísla eru Katrín Jakobsdóttir, Baldur Stefánsson og Tinni Sveinsson.

  1. Helgaspjallið með Helga Ómars

Helgi Ómarsson hefur undanfarin ár getið sér gott orð sem ljósmyndari og fyrirsæta. Í helgaspjallinu fær Helgi til sín frábæra gesti. Meðal þeirra sem kíkt hafa í spjall til Helga eru samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego og líkamsræktardrottningin Ragga Nagli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum