Cantoque Ensemble – Íslensk þjóðlög í Akureyrarkirkju

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 7. júlí 2018 11:30

Sunnudaginn 8. júlí kl. 17 í Akureyrarkirkju koma fram margir af bestu söngvurum landsins, bæði á sviði snemmtónlistar, nútímatónlistar og óperu, en þeir skipa átta radda sönghóp sem heitir Cantoque Ensemble.

Cantoque Ensemble er því eini atvinnukór landsins sem ekki tengist Íslensku óperunni. Söngvararnir eru Hallveig Rúnarsdóttir, Þórunn Vala Valdimarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Þorkell Helgi Sigfússon, Fjölnir Ólafsson og Hafsteinn Þórólfsson.

Meðlimir hópsins hafa margir hverjir sungið hlutverk á sviði Íslensku óperunnar og víðar, sungið með hljómsveitum víða um heim og hlotið ótvíræðar viðurkenningar fyrir söng sinn. Allir söngvarar hópsins eru virkir á konsertsviðinu auk þess sem þau syngja mikið saman við hverskyns tækifæri og eiga því auðvelt með að ná samhljómi.

Tónleikarnir nefnast Þjóðlög í þjóðleið og þar tekst kórinn á við útsetningar á íslenskum þjóðlögum, bæði nýjar og gamlar. Frumfluttar verða útsetningar eftir Hafstein Þórólfsson og Hildigunni Rúnarsdóttur. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 5 klukkutímum

Myndi borga risa upphæð bara til að horfa á liðsfélaga sinn spila

Myndi borga risa upphæð bara til að horfa á liðsfélaga sinn spila
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

„Grafalvarleg stéttaátök standa yfir“

„Grafalvarleg stéttaátök standa yfir“
433
Fyrir 7 klukkutímum

Fljótasti leikmaður Manchester City kallaður í landsliðið – Giggs hefur trú á honum

Fljótasti leikmaður Manchester City kallaður í landsliðið – Giggs hefur trú á honum
Matur
Fyrir 7 klukkutímum

Fullkominn afgangamatur sem þarf lítið að hafa fyrir

Fullkominn afgangamatur sem þarf lítið að hafa fyrir
433
Fyrir 8 klukkutímum

Pogba lærir loksins að synda

Pogba lærir loksins að synda
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Skissubók full af píkum og brjóstum

Skissubók full af píkum og brjóstum
433
Fyrir 9 klukkutímum

England vann riðilinn eftir dramatík – Króatía niður um deild

England vann riðilinn eftir dramatík – Króatía niður um deild
433
Fyrir 9 klukkutímum

Ástæða þess að Mane fór grátandi af velli – Stuðningsmenn óánægðir með sinn mann

Ástæða þess að Mane fór grátandi af velli – Stuðningsmenn óánægðir með sinn mann