Ritdómur um 261 dagur: Hreinskilin og skemmtileg frásögn úr íslenskum nútíma

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 30. júní 2018 17:00

Kristborg Bóel: 261 dagur

416 bls.

Björt

261 dagur er fyrsta bók Kristborgar Bóelar Steinþórsdóttur, fjörutíu og tveggja ára, fjögurra barna móður. Eftir að hafa tekið erfiðustu ákvörðun ævi sinnar ákveður hún að skilja við seinni barnsföður sinn. Til að komast í gegnum skilnaðinn, andlega, líkamlega, félagslega, ákveður hún að skrifa dagbók. Dagbók sem lýsir næstu 261 degi í lífi hennar, bæði slæmum, góðum og allt þar á milli.

Fyrst þegar ég byrjaði á bókinni fannst mér fullmikið um grátköstin og hugsaði hvenær hún ætlaði nú að taka sér tak og fara að láta hversdagslífið í fullan gang aftur. Síðan áttaði ég mig á að svona brást höfundur við sínum skilnaði, þetta er hennar saga, hennar líðan, hennar tilfinningar. Nokkrum köflum síðar var ég farin að tengja mun frekar við sögu höfundar, við erum svipað gamlar, báðar búnar að skilja oftar en einu sinni, báðar með sára reynslu að baki. Hvar var þessi bók þegar ég skildi á sínum tíma? Mikið hefði verið gott að geta lesið bók eins og þessa og séð að ég var ekki ein í heiminum.

Bókin er full af kaldhæðnislegum setningum og tilsvörum: „Þú þarft að byrja á því að fyrirgefa sjálfri þér og sættast við þínar ákvarðanir áður en þú ferð að pakka fyrrverandi ofan í jólaskrautskassa og gefa hann í Fjölskylduhjálp, ef þau vilja þá taka við honum. Nei, myndi fara með hann í Hjálpræðisherinn frekar, þau eru ekki eins vandlát og taka við öllu.“ (bls. 176).

Spjall við vinkonur um karlmenn og hið eilífa ástarbras fá sitt pláss: „Í sameiningu komumst við að þeirri niðurstöðu að mannskepnan sé líklega það sáraeinföld að maður komist aldrei alveg yfir einn án þess að fara undir annan.“ (bls.191).

Ég hef orðið vör við að bókin hefur sætt gagnrýni fyrir þá samlíkingu höfundar að skilnaður sé jafn makamissi. Vissulega hefur sú gagnrýni rétt á sér, en eins og ég, í upphafi bókar, verða lesendur að átta sig á að hér opnar höfundur sig um eigin reynslu, eigin tilfinningar og líðan, og hennar upplifun er aldrei sú sama og annarra. Við erum öll ólík og því verður upplifun okkar aldrei sú sama, þó að reynslan sem við verðum fyrir geti verið sú sama.

„… en þó höfuðáhersla lögð á að ástarsorgarferlið sé bara nákvæmlega það sama og þegar einhver missir maka í gröfina.“ (bls. 160).

Bókin er afar hreinskilin, skemmtileg, ljúfsár, kaldhæðin lýsing höfundar á skilnaði hennar og aðstæðum og ekki síst henni sjálfri. Höfundur hleypir lesandanum alveg inn á gafl í tilfinningalíf sitt, eitthvað sem margir höfundar myndu ekki þora, og allra síst í frumraun sinni.

Ég hlakka til að lesa næstu bækur höfundar, því ég hef fulla trú á að hún eigi eftir að skrifa mun fleiri. 261 dagur er skyldulesning fyrir alla sem hafa skilið, eru að skilja eða íhuga að skilja.

Til viðbótar við bókina er samnefndur lagalisti á Spotify, lög sem lýsa líðan höfundar yfir tímabilið sem bókin fjallar um. Skemmtileg viðbót sem til þessa hefur ekki verið á íslenskum bókamarkaði.

„Eat like you love yourself. Move like you love yourself. Speak like you love yourself. Act like you love yourself.“ (bls. 245).

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 klukkutímum

Sólrún Diego fékk sent óhugnanlegt skjáskot af dóttur sinni – Vissi á hvaða deild barnið væri – „Þarna var ég mjög hrædd“

Sólrún Diego fékk sent óhugnanlegt skjáskot af dóttur sinni – Vissi á hvaða deild barnið væri – „Þarna var ég mjög hrædd“
Lífsstíll
Fyrir 2 klukkutímum

Settu gleðistund í jólapakkann: Gjafakort í Þjóðleikhúsið er tilvalin jólagjöf

Settu gleðistund í jólapakkann: Gjafakort í Þjóðleikhúsið er tilvalin jólagjöf
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Hún hefði betur sleppt því að hella þessu kóki niður – Myndband

Hún hefði betur sleppt því að hella þessu kóki niður – Myndband
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir
433
Fyrir 7 klukkutímum

Spilar Mane nýja stöðu undir Klopp?

Spilar Mane nýja stöðu undir Klopp?
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Dýrkeyptur heiðarleiki – Kom upp um skattsvik upp á 740 milljarða – Missti vinnuna og fær ekki bætur

Dýrkeyptur heiðarleiki – Kom upp um skattsvik upp á 740 milljarða – Missti vinnuna og fær ekki bætur