fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sjáðu glænýjar stillur úr Lof mér að falla

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 29. júní 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Baldvins Z, Lof mér að falla, er væntanleg í byrjun hausts og verður fróðlegt að sjá hvernig tekst til með þetta hádramatíska verk sem er byggt á sönnum atburðum.

Myndin segir frá hinni fimmtán ára Magneu (Elín Sif Halldórsdóttir), sem kynnist Stellu (Eyrún Björk Jakobsdóttir), sem er átján ára, og þróar sterkar tilfinningar til hennar. Stella notfærir sér þetta og leiðir Magneu inn í grimman heim sem tekur toll af þeim báðum. Sagan gerist yfir margra ára skeið og gengur út á örlagarík uppgjör, minningar og kaldan veruleika fíkninnar og aðstandenda ungmenna í neyslu.

Leikstjórinn birti á dögunum glænýjar stillur úr kvikmyndinni, en þær má sjá að neðan ásamt stiklu fyrir myndina.


Þungt hugsi Eyrún Björk í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki. Þetta er hin átján ára og óttalausa Stella sem Magnea heillast að.


Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur átt frábært ár í ár með myndum eins og Andið eðlilega og Vargi. Í Lof mér að falla fer hún með átakanlegt hlutverk Magneu á fullorðinsárunum.


Magnea komin í krappan dans.


Sveinn Ólafur Gunnarsson og Sólveig Guðmundsdóttir leika fósturforeldra Magneu.


Dóri DNA á aðfangadagskvöldi.


Sveinn Ólafur alvörugefinn.


Þorsteinn Bachmann hefur látið vel um sig fara í kvikmyndum Baldvins. Hér leikur hann Hannes, föður Magneu.


S’olveig Arnarsdóttir með áhyggjufullan svip sem móðir Magneu. Eðlilega.


Lára Jóhanna Jónsdóttir leikur Stellu á eldri árum.


Sturla Atlas með eitthvað ráðabrugg sem hinn skuggalegi Toni.


Annar Mínus-bróðurinn, Björn Stefánsson, í hlutverki Hreggós. Vafasöm fígúra, mætti segja.


Atli Óskar Fjalarsson á djamminu með Mínus-bræðrum, Bjössa og Þresti.


Atli leikur karakter sem ber nafnið Atli. Þó er gott að taka fram að leikarinn leikur alls ekki sjálfan sig.


Þegar hatturinn er kominn á, þá byrjar partíið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“