fbpx

Black is Light – Síðasta sýningarhelgi og leiðsögn

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 23. júní 2018 14:30

Síðasta sýningarhelgi Black is light er núna um helgina og er opið frá kl. 14-17 báða dagana. Á laugardag á milli 14 og 15 taka Claudia Hausfeld, og Steinunn Önnudóttir sýningarstjóri á móti gestum og veita leiðsögn.

Sýningin Black is light er afurð samstarfsverkefnis Harbinger sýningarýmis og Tag Team Studio í Bergen. Tag Team Studio hafði samband við Harbinger á vegum framtaksins Norden to Bergen, þar sem völdum aðilum í myndlistargeiranum í Bergen gafst tækifæri á að finna sér samstarfsfélaga á Norðurlöndum, bjóða þeim í vettvangsferð til Bergen og undirbúa samstarfsverkefni. Harbinger og Tag Team fengu þær Klöru og Claudiu til samstarfs við sig, en þær vinna báðar með analog ljósmyndatækni í verkum sínum þar sem þær rannsaka ferlið, afbyggja það og gera miðilinn að viðfangsefni sínu. Fyrri hluti verkefnisins átti sér stað í apríl síðastliðnum er þær Claudia og Klara sýndu í Tag Team Studio í Bergen.
Sýningarnar eru styrktar af Kulturrådet og Reykjavíkurborg.

Klara Sofie Ludvigsen (f.1983) útskrifaðist með BA (Hons) frá Kent Institute of Art and Design í Englandi árið 2006, eftir skiptinám við Universitat Politècnica de Catalunya, Barcelona. Hún vinnur með ljósmyndamiðilinn þar sem hún leggur áherslu á analog ferla. í nýjustu verkum sínum vinnur hún með það hvernig form getur tekið sér meira rými innan myndmáls ljósmynda. Klara Sofie Ludvigsen býr og starfar í Bergen þar sem hún er meðlimur í vinnustofuhópnum BLOKK, og annar stofnenda myrkraherbergisins Mørkerommet.

Claudia Hausfeld (f.1980) vinnur einna helst með afbyggingu ljósmyndarinnar, þar sem hún býr til rými sem leika sér að áreiðanleika hins sjónræna. Spurningar varðandi framsetningu hins sjónræna eru yfirfærðar á hluti og textaverk, er hún tvinnar saman skúlptúra, ljósmyndir og hljóð.
Claudia er fædd í Berlín og bjó í Sviss og Danmörku áður en hún flutti til Íslands árið 2010. Hún lærði ljósmyndun við Zürich University of the Arts og lauk BA námi sínu við Listaháskóla Íslands árið 2012. Hausfeld býr og starfar í Reykjavík, þar sem hún meðal annars stýrir ljósmyndaveri Listaháskóla Íslands, og hefur nýlokið setu sinni sem stjórnarmeðlimur Nýlistasafnsins.

Verk Claudiu Hausfeld
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 klukkutíma

Svona á að harðsjóða egg

Svona á að harðsjóða egg
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn um Ísland: „Frekari styrking eftirlits með fjármálageiranum þarf að njóta forgangs – Tilefni til aðgerða í stað umræðna“

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn um Ísland: „Frekari styrking eftirlits með fjármálageiranum þarf að njóta forgangs – Tilefni til aðgerða í stað umræðna“
Lífsstíll
Fyrir 2 klukkutímum

Lífið er betra á hvolfi í Eríal Pole!

Lífið er betra á hvolfi í Eríal Pole!
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu Tobba dyravörð skella manni í götuna meðan kona öskrar: „Maðurinn réðst á hann og sló Tobba í andlitið“

Sjáðu Tobba dyravörð skella manni í götuna meðan kona öskrar: „Maðurinn réðst á hann og sló Tobba í andlitið“
433
Fyrir 3 klukkutímum

FC Sækó fær verðlaun fyrir besta grasrótarverkefni ársins 2018 hjá UEFA

FC Sækó fær verðlaun fyrir besta grasrótarverkefni ársins 2018 hjá UEFA
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Bubbi opnar sig um kynferðisofbeldið: „Þetta markaði öll samskipti mín við konur“

Bubbi opnar sig um kynferðisofbeldið: „Þetta markaði öll samskipti mín við konur“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Linda leitar að einstaklingi, fjölskyldu eða málefni til að styrkja

Linda leitar að einstaklingi, fjölskyldu eða málefni til að styrkja