fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Sjónarspil: Nýtt íslenskt borðspil vekur athygli

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 22. júní 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Bergur Hallgrímsson og Tinna Finnbogadóttir hafa síðasta árið eða svo nýtt kvöldin til að þróa nýtt íslenskt spil sem byggir á þeirra eigin hugmynd. 

Spilið heitir Sjónarspil og er 4-8 manna fjölskyldu- og partíspil sem gengur út á að leggja út spil með lýsingarorðum sem lýsa meðspilurunum best.  Það þarf að vanda valið, allir spilarar eru með sömu spil og hvert spil má bara nota einu sinni. Hver í hópnum er nördinn og hver er hjálpsamur? Það er ekkert eitt rétt svar því leikmenn fá stig fyrir það hversu margir eru sammála. Þú getur fylgt eigin sannfæringu og valið orð sem þér finnst lýsa meðspilurunum best eða sýnt kænsku og valið orð sem þú telur að flestir muni velja.

„Okkur langaði að búa til spil sem fengi fólk til að tala og hlæja saman og allar prufukeyrslur hafa sýnt að það hafi tekist,“ segir Tinna.

„Það hafa komið upp allksyns tilvik þar sem það hefur komið fólki sjálfu eða þeim sem standa þeim næst mjög á óvart hvernig vinir eða fjölskylda sjá það. Því fylgja oft sögur til að draga fram „rétta mynd“ af viðkomandi sem er yfirleitt ótrúlega skondið. Við sjáum að þetta spil slær í gegn í öllum vinahópum sem hafa fengið að prófa það.“

Fjármögnun spilsins á KarolinaFund hófst síðastliðinn fimmtudag og náði 20% af markmiði sínu á einum sólahring. Viðtökurnar hafa því ekki látið á sér standa og greinilegt að Íslendingar eru spenntir fyrir þessu nýja spili.

Lesendur geta stutt við verkefnið og tryggt sér eintak á KarolinaFund.com en markmiðið er að spilið lendi á klakanum í lok sumars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa