fbpx
Fókus

Risaeðlurnar sigruðu Baltasar: Adrift í öðru sæti eftir frumsýningarhelgina

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 18. júní 2018 18:30

Sannsögulega hamfaramyndin Adrift eftir Baltasar Kormák var frumsýnd skömmu fyrir helgi og lenti í öðru sæti íslenska aðsóknarlistans. Myndin hefur hingað til dregið um tvö þúsund áhorfendur og halað inn tæpar fimm milljónir króna í aðsókn frá frumsýningu myndarinnar síðastliðinn miðvikudag.

Þetta dugði þó ekki til þess að hreyfa við risaeðlunum í Jurassic World: Fallen Kingdom en framhaldsmyndin hélt toppsætinu aðra vikuna í röð með rúmlega þrjú þúsund áhorfendur.

Á heimsvísu hefur Adrift halað inn tæpar 29 milljónir bandaríkjadali og á enn talsvert eftir í land til þess að ná upp í framleiðslukostnaðinn, sem er um 35 milljónir bandaríkjadalir. Myndin hefur aftur á móti fengið prýðisdóma gagnrýnenda og vísa öll merki á að Baltasar sé í góðum málum, en hans nýjasta mynd verður sannsöguleg njósnamynd með stórstjörnunni Hugh Jackman í aðalhlutverki. Sú mynd ber heitið The Good Spy og er um þessar mundir á forvinnslustigi.

Balta vegnaði hins vegar betur um helgina heldur en Söndru Bullock og félögum með gamanmyndinni Ocean‘s 8, sem var einnig frumsýnd um helgina og hreppti þriðja sætið. Alls voru tæplega 1800 manns sem sáu sjálfstæða framhaldið sem hefur malað gull í miðasölum vestanhafs.

Rétt skal þó taka fram óvenju rólega bíóaðsókn um helgina, enda hitti hún á bæði þjóðhátíðardag íslendinga og keppni landsliðsins á móti Argentínu síðastliðinn laugardag.

Hér að neðan má sjá aðsóknarlista helgarinnar í heild sinni.

Heimild: FRISK
Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginmaður talsetur förðunarmyndband konu sinnar – „Nú hættir þú að líta út fyrir að vera með augnsýkingu og ert eins og fórnarlamb líkamsárásar“

Eiginmaður talsetur förðunarmyndband konu sinnar – „Nú hættir þú að líta út fyrir að vera með augnsýkingu og ert eins og fórnarlamb líkamsárásar“
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Guitar Islancio fagna 20 árum með afmælistónleikum í Bæjarbíói

Guitar Islancio fagna 20 árum með afmælistónleikum í Bæjarbíói
Fókus
Í gær

Valgeir missti allt í hruninu: „Þegar þú átt ekkert þá hefur þú engu að tapa“

Valgeir missti allt í hruninu: „Þegar þú átt ekkert þá hefur þú engu að tapa“
Fókus
Í gær

Valgeir drakk 12 lítra af Pepsi Max á dag: Nú drekkur hann 5 lítra af Coke Zero -„ Sturlunin er algjör“

Valgeir drakk 12 lítra af Pepsi Max á dag: Nú drekkur hann 5 lítra af Coke Zero -„ Sturlunin er algjör“