fbpx

Ingvar gefur frá sér nýtt lag: „Nú er öllu lokið, ég sé þig aldrei meir“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. maí 2018 09:30

Gítarleikarinn og trúbadorinn Ingvar Valgeirsson hefur sent frá sér lagið Aldrei meir.

Ingvar á bæði lag og texta, auk þess að syngja og spila á gítar. Honum til fulltingis eru Hannes Friðbjarnarson á trommum, Ingimundur Óskarsson á bassa og Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð, sem einnig sér um upptökustjórn. Lagið var tekið upp í Stúdíó Bambus.

„Meðspilararnir eru alveg dásamlegir snillingar sem ég er svo heppinn að hafa fengið að starfa með í gegnum tíðina. Hannes í Buff (sem spilar líka með mér í Bítlabandinu Helter Skelter), Ingimundur Óskars bassaleikari í Dúndurfréttum og Stefán Örn hljómborðssnillingur og upptökustjóri sem ég spilaði mikið með í gamla daga.“

 

Þetta er annað lagið sem Ingvar gefur út, en í fyrra kom út blúslag: Blús í G#.

„Það er meira í vinnslu,“ segir Ingvar, „en tíminn hefur einstakt lag á að fljúga frá manni.“

Aldrei meir er að sögn Ingvar „týpískt regret-lag. Textinn kannski útskýrir sig mest sjálfur. Textinn var reyndar lengri, en ég ákvað að stytta hann, þar sem lagið var alveg nógu lagt, hálf sjötta mínúta. Tilvalið klósettlag fyrir útvarpsfólk,“ segir Ingvar og hlær.

Aldrei meir er aðgengilegt bæði á YouTube og Spotify.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 1 klukkutíma

Evra kúkaði í skóinn hjá leikmanni United

Evra kúkaði í skóinn hjá leikmanni United
Fókus
Fyrir 1 klukkutíma

Emilia Clarke fékk sér fullkomið Game of Thrones flúr

Emilia Clarke fékk sér fullkomið Game of Thrones flúr
Bleikt
Fyrir 2 klukkutímum

Ingibjörg er ekki hrifin af orðinu stjúp: „Ég kýs að nota orðið bónus frekar – finnst það hæfa betur”

Ingibjörg er ekki hrifin af orðinu stjúp: „Ég kýs að nota orðið bónus frekar – finnst það hæfa betur”
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Vísindamaður segir fréttir af væntanlegu Kötlugosi stórlega ýktar: „Skammarlegt“

Vísindamaður segir fréttir af væntanlegu Kötlugosi stórlega ýktar: „Skammarlegt“
Fyrir 4 klukkutímum

40 mínútna slagur við lax í Bergsnös

40 mínútna slagur við lax í Bergsnös
433
Fyrir 4 klukkutímum

Pogba virðist gagnrýna leikstíl Mourinho – ,,Við þurfum að sækja og sækja“

Pogba virðist gagnrýna leikstíl Mourinho – ,,Við þurfum að sækja og sækja“