fbpx

Myndband: Flóttamaður Stebba Jak

Fyrsta lag af væntanlegri sólóplötu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. mars 2018 18:30

Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu og Föstudagslaganna, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Í dag kom fyrsta lagið út, Flóttamaður, og er það orðið aðgengilegt á YouTube og kemur á næstu dögum á Spotify.

Stebbi sem gefur lagið út undir nafninu JAK frumflutti lagið í þætti Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun.

Þar kemur meðal annars fram að Stebbi var búinn að semja helminginn af textanum, smellti sér svo í nokkra kaffibolla til Magnúsar Þórs Sigmundssonar, sem kláraði með honum textann og annan til.

„Aðalatriðið er að þetta flæði rétt og músíkin verði góð,“ segir Stebbi. „Svo stend ég bara hérna og fæ á baukinn ef þetta er ekki gott eða þá klapp á bakið.“

Hyggst Stebbi síðan fara í söfnun á Karolina fund, „ég þarf aðstoð við þetta.“

Á plötunni spila félagi Stebba í Dimmu, Birgir Jónsson trommari, Hálfdán Árnason á bassa og Birkir Rafn Gíslason á gítar.

Í janúar sýndi Stebbi á sér hina hliðina í DV.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 klukkutímum

Fullkomið eldhústól fyrir matvanda

Fullkomið eldhústól fyrir matvanda
433
Fyrir 2 klukkutímum

Martial sagður hafa hafnað mörgum boðum United

Martial sagður hafa hafnað mörgum boðum United
433
Fyrir 3 klukkutímum

Upphitun fyrir West Ham – Tottenham: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira

Upphitun fyrir West Ham – Tottenham: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira
433
Fyrir 3 klukkutímum

Líkir Pogba við Bolt og LeBron

Líkir Pogba við Bolt og LeBron
433
Fyrir 4 klukkutímum

Upphitun fyrir Chelsea – Manchester United: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira

Upphitun fyrir Chelsea – Manchester United: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira
Lífsstíll
Fyrir 4 klukkutímum

Ískraft: Að vinna í réttu ljósi

Ískraft: Að vinna í réttu ljósi