fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018

Myndband: Önnur tilfinning Rari Boys

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. mars 2018 12:00

Í gær gaf rappsveitin Rari Boys út nýtt lag og myndband, Önnur tilfinning, en sveitina skipa sex ungir menn og hyggjast þeir vinna áfram að nýju efni og gefa út plötu fyrir sumar.

„Tónlistin byrjaði sem hobbý, en því meiri alvara sem verður úr henni, því betra,“ segir Ísleifur Eldur Illugason, einn af meðlimum Rari Boys. Auk hans skipa sveitina þeir Funi sem rappar í laginu, Andri, Dagur, Gabríel og Máni, allir eru þeir fæddir 1999 og eru í skóla. Rari Boys hafa hreiðrað um sig í æfingahúsnæði í kjallara við Suðurlandsbraut og æfa þar öllum stundum.

„Sveitin hefur verið í mótun í tæpt ár, en síðan í september, október hafa hlutirnir verið að gerast af alvöru,“ segir Ísleifur og svarar því til að allir vilji þeir gera tónlistina að ævistarfi.

Þeir spiluðu tvisvar á Hressó á Airwaves við góðar viðtökur.

„Önnur tilfinning er lýsandi fyrir það hvernig tónlist við viljum spila, lýsandi fyrir hvernig við ætlum að hljóma, enda fyrsti singleinn af væntanlegri plötu.“

„Á döfinni er að spila eins mikið og hægt er, vinna að nýju efni og vonandi gefa út plötu fyrir sumar,“ segir Ísleifur. „Það er líka samstarf á leiðinni með stórum nöfnum.“

Rari Boys eru á Facebook, Instagram og YouTube.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 9 klukkutímum

Hvað var Phil Jones að gera? – Sjáðu ótrúlegt sjálfsmark

Hvað var Phil Jones að gera? – Sjáðu ótrúlegt sjálfsmark
433
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Leroy Sane í kvöld

Sjáðu stórkostlegt mark Leroy Sane í kvöld
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rúmlega helmingur vill að Ágúst Ólafur segi af sér þingmennsku

Rúmlega helmingur vill að Ágúst Ólafur segi af sér þingmennsku
Bleikt
Fyrir 10 klukkutímum

Svetlana vill að örin sín hjálpi öðrum

Svetlana vill að örin sín hjálpi öðrum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingarnir eru að valta yfir Real Madrid – Sjáðu frábært mark Arnórs

Íslendingarnir eru að valta yfir Real Madrid – Sjáðu frábært mark Arnórs
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Dramatískar myndir – Lentu flugvélinni með blóði drifna framrúðu

Dramatískar myndir – Lentu flugvélinni með blóði drifna framrúðu
433
Fyrir 12 klukkutímum

Toure að snúa aftur

Toure að snúa aftur
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Guðmundur Ingi á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna: „Hversu margar slíkar viðvaranir í viðbót þurfum við?“

Guðmundur Ingi á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna: „Hversu margar slíkar viðvaranir í viðbót þurfum við?“