Sjáðu umdeilda og upplogna fréttatilkynningu HATARA: „Gegndarlaus sjálfsblekking“

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Föstudaginn 9. febrúar 2018 17:00

Hljómsveitin HATARI sendi út tilkynningu um nýtilkomið samstarf sitt með Landsbankanum í gær. Nokkuð augljóst er að Landsbankinn sé ekki samþykkur þessari framsetningu á mögulegu samstarfi og ljóst að orð sem eru eignuð Lóu Björk Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans eru ekki hennar.

Þetta verður að teljast nokkuð djarft útspil hjá hljómsveitinni en upplýsingarfulltrúi Landsbankans sagði í samtali við MBL að fréttatilkynningin væri uppspuni og ekkert samstarf væri á milli bankans og HATARA. Hljómsveitin hefur fengið gríðarlegt lof undanfarið, ekki bara fyrir tónlist sína, heldur einstaklega íburðamikla og frumlega sviðsframkomu.

Þótt samstarf milli hljómsveitarinnar og Landsbankans sé uppspuni er bankinn þó bakhjarl tónleikaraðar á vegum Félagsstofnunar Stúdenta(FS), sem HATARI kemur frám á í kvöld. FS er frjálst að velja inn atriðin á tónleikaröðina en þau höfðu enga vitneskju um fréttatilkynningu hljósmveitarinnar áður en hún var send út samkvæmt meðlim hljómsveitarinnar.

Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynninguna í heild sinni

HATARI og Landsbankinn hafa skrifað undir samstarfssamning sín á milli. Landsbankinn hefur um árabil verið bakhjarl menningar og lista en í nýja samningnum er kveðið á um tónleikahald í boði Landsbankans.

Markmiðið með tónleikunum er að upplýsa háskólanema um siðrof nýfrjálshyggjunnar og gera þeim ljóst að gangverk fjármagnsins er ósigrandi, sigurinn unninn og stríðinu tapað. Þá mun HATARI flytja íslenskan dómsdagskveðskap í boði Landsbankans.

Stjórn Svikamyllu ehf. ber ábyrgð á skipulagningu tónleikanna í samstarfi við FS og Stúdentakjallarann. Á næstu dögum munu þessir aðilar auglýsa tónleikana með það fyrir augum að ná eyrum og augum stúdenta og bæta ímynd Landsbankans.

Landsbankinn mun greiða Svikamyllu ehf. fyrir að miðla tónlist HATARA í Stúdentakjallaranum. Svikamylla ehf. mun nota fjárhæðina til að koma á fót verðlaunum um siðleysi kapítalismans. Verðlaunin eru veitt einstaklingi eða hópi, sem ekki er meðlimur HATARA, en hefur með eftirtektarverðum hætti beitt gangverki kapítalsins sér í hag á kostnað samborgara sinna. Verðlaunin verða veitt ár hvert eftir að skrifað er undir samninginn.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Það er okkur afar mikils virði að Landsbankinn verði stoltur bakhjarl Svikamyllu ehf. en bankinn hefur undanfarin ár stutt dyggilega við íslenska menningu og listir. Sem eini ríkisbankinn sem eftir stendur í heimi þar sem fjármagnið hefur tögl og hagldir á lífi ómagans teljum við mikilvægt að róttæk verkefni eins og Hatari bregðist við siðrofi nýfrjálshyggjunnar.“

Opinber talsmaður Svikamyllu ehf: „Sigurinn er unninn og stríðinu er tapað. Dómsdagur vofir yfir jörðinni eins og flugurnar sveima í kringum hræið. Þetta er sjálfsköpuð bjargbrún og við stökkvum. Gegndarlaus sjálfsblekking tekur enda og gin ófreskjunnar blasir við. Himinn klofnar og síðasti mannapinn hrópar í fallinu. Svikamylla ehf. hefur ákveðið að ganga til liðs við Landsbankann á þessum síðustu dögum mannkyns.“

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Óskaskrín í jólapakkann
Bleikt
Fyrir 1 klukkutíma

Kristbjörg og Aron komu á óvart með opinberun nafnsins

Kristbjörg og Aron komu á óvart með opinberun nafnsins
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Ógnarstórar öldur lögðu svalirnar í rúst – Ekkert sólbaðsveður á Tenerife

Ógnarstórar öldur lögðu svalirnar í rúst – Ekkert sólbaðsveður á Tenerife
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

„Ananasbændur geta loksins haldið áfram með líf sitt“

„Ananasbændur geta loksins haldið áfram með líf sitt“
Bleikt
Fyrir 2 klukkutímum

Tíu spurningar sem þú átt aldrei að spyrja á fyrsta stefnumóti

Tíu spurningar sem þú átt aldrei að spyrja á fyrsta stefnumóti
Lífsstíll
Fyrir 3 klukkutímum
Óskaskrín í jólapakkann