Yrsa og Ragnar hafa valið fyrsta Svartfuglinn

Er nýr metsöluhöfundur kominn fram?

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. febrúar 2018 12:30

Metsöluhöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu síðastliðið haust til glæpasagnaverðlauna, Svartfuglinn, í samvinnu við Veröld. Og hefur fyrsti vinningshafinn verið valinn.

Yrsa og Ragnar skipa dómnefndina ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar og hefur hún nú lokið störfum og valið verðlaunahandritið. Dómnefndinni var vandi á höndum, á þriðja tug handrita barst í samkeppnina og mörg þeirra mjög álitleg. Búið er að hafa samband við verðlaunahöfundinn, sem fær verðlaunin veitt í viku bókarinnar í lok apríl. Kemur þá í ljós hver verðlaunahöfundurinn er, en verðlaunahandritið kemur út á bók sama dag.

Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki sent frá sér áður glæpasögu. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna samkvæmt rammasamningi Félags íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasambands Íslands. Einnig býðst þeim sem sigur ber úr býtum samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Óskaskrín í jólapakkann
Lífsstíll
Fyrir 1 klukkutíma

Að skapa er næring fyrir sálina: Amma mús – handavinnuhús

Að skapa er næring fyrir sálina: Amma mús – handavinnuhús
Bleikt
Fyrir 2 klukkutímum

Kristbjörg og Aron komu á óvart með opinberun nafnsins

Kristbjörg og Aron komu á óvart með opinberun nafnsins
433
Fyrir 2 klukkutímum

Getur United fengið Alderweireld á gjafaverði?

Getur United fengið Alderweireld á gjafaverði?
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

„Ananasbændur geta loksins haldið áfram með líf sitt“

„Ananasbændur geta loksins haldið áfram með líf sitt“
433
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu þegar Sadio Mane grét og grét í gær – Enginn veit af hverju

Sjáðu þegar Sadio Mane grét og grét í gær – Enginn veit af hverju
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“