Þorsteinn frá Hamri er látinn

Enn virtasti rithöfundur þjóðarinnar er látinn 79 ára að aldri

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 29. janúar 2018 09:59

Þorsteinn frá Hamri rithöfundur er látinn, 79 ára að aldri. Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar.

Þorsteinn fæddist 15. mars 1938 að Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði. Tvítugur að aldri gaf Þorsteinn út sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli en alls urðu ljóðabækur hans 26 talsins. Þorsteinn skrifaði einnig skáldsögur og sagnaþætti og eftir hann liggja fjölmargar þýðingar.

Eftir nám við Héraðsskólann í Reykholti og við Kennaraskóla Íslands vann Þorsteinn sem aðstoðarbókavörður á Bókasafni Kópavogs, en frá árinu 1967 fékkst hann við ritstörf, samhliða prófarkalestri, þýðingum og gerð útvarpsþátta. Hann var í stjórn Rithöfundafélags Íslands 1966 til 1968, varamaður í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1984 til 1986 og meðstjórnandi þess 1986 til 1988. Þorsteinn var gerður að heiðursfélaga sambandsins árið 2006.

Þorsteinn hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi. Hann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fimm sinnum og tvisvar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þorsteinn hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið 1981 fyrir skáldsöguna Haust í Skírisskógi, Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar árið 1991, Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar árið 2004 og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2009. Árið 1996 var honum veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ritstörf og Heiðurslaun Alþingis frá 2001. .

Árið 2016 hlaut Þorsteinn heiðursviðurkenningu Menningarverðlauna DV og þá sagði í rökstuðningi dómnefndarinnar: „Þorsteinn frá Hamri hefur í áratugi auðgað og dýpkað íslenska ljóðagerð. Stílgáfa hans er einstök og hugsunin ætíð hnitmiðuð og öguð. Í verkum hans, ljóðum jafnt sem prósaverkum, endurspeglast ást og virðing fyrir náttúru landsins, sögunni og hinum þjóðlega menningararfi. Tilgerð, prjál og raup hafa aldrei verið fylginautar þessa hógværa skálds sem þekkir mátt orðanna og hefur alltaf nýtt þau til gagns. Íslenskir ljóðaunnendur standa í þakkarskuld við Þorstein frá Hamri sem hefur af örlæti, og án háreysti, miðlað snilligáfu sinni og séð þannig til þess að ljóðið rati til sinna.“

Verk Þorsteins hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál, meðal annars þýsku, ensku, frönsku, ítölsku, dönsku, sænsku og kínversku, auk esperantó og annarra tungumála.

Eftirlifandi sambýliskona Þorsteins er Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Dóttir Þorsteins og Laufeyjar er Guðrún. Börn Þorsteins og Ástu Sigurðardóttur eru Dagný, Þórir Jökull, Böðvar Bjarki, Kolbeinn og Guðný Ása. Sonur Þorsteins og Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur er Egill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Kristmundur Axel sér ekki eftir neyslunni: Segir „Ég á bara eitt líf“ ekki hafa nein áhrif – „Það munu ekkert færri deyja“

Kristmundur Axel sér ekki eftir neyslunni: Segir „Ég á bara eitt líf“ ekki hafa nein áhrif – „Það munu ekkert færri deyja“
Bleikt
Fyrir 1 klukkutíma

Stefán með mikilvæg skilaboð: „Hættum að gefa hvert öðru óþarfa í jólagjöf“ – Eigum öll betra skilið

Stefán með mikilvæg skilaboð: „Hættum að gefa hvert öðru óþarfa í jólagjöf“ – Eigum öll betra skilið
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Ógnarstórar öldur lögðu svalirnar í rúst – Ekkert sólbaðsveður á Tenerife

Ógnarstórar öldur lögðu svalirnar í rúst – Ekkert sólbaðsveður á Tenerife
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Frú Vigdís Finnbogadóttur um sjálfstæði Íslands 1944: „Við hefðum vel getað beðið“

Frú Vigdís Finnbogadóttur um sjálfstæði Íslands 1944: „Við hefðum vel getað beðið“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

„Ananasbændur geta loksins haldið áfram með líf sitt“

„Ananasbændur geta loksins haldið áfram með líf sitt“
Bleikt
Fyrir 3 klukkutímum

Tíu spurningar sem þú átt aldrei að spyrja á fyrsta stefnumóti

Tíu spurningar sem þú átt aldrei að spyrja á fyrsta stefnumóti
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Fékk óþægileg skilaboð frá Pólverjum á Íslandi eftir frétt um Sjálfstæðisgönguna: „Stillir mér upp sem óvin pólsku þjóðarinnar“

Fékk óþægileg skilaboð frá Pólverjum á Íslandi eftir frétt um Sjálfstæðisgönguna: „Stillir mér upp sem óvin pólsku þjóðarinnar“
Lífsstíll
Fyrir 4 klukkutímum

Óskaskrín í jólapakkann

Óskaskrín í jólapakkann