fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

„Svo dýrmætt tímabil í lífi hverrar manneskju“

Heimildaljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson fangar alsælu unglingsáranna í ljósmyndaröðinni Juvenile Bliss

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heimildaljósmyndum Þórsteins Sigurðssonar, sem einnig kallar sig Xdeathrow, fáum við ómetanlega innsýn í ýmsa falda afkima íslensks samfélags sem annars rata sjaldan í sviðsljósið. Í myndunum fangar Þórsteinn frelsið og kraftinn, stjórnleysið og fegurðina utan alfaraleiðar, hvort sem það er hjá hangsandi, tískumeðvituðum unglingahópum, vegglistamönnum sem skreyta borgina í skjóli nætur, heimilislausum óreglumönnum, djömmurum og dópistum á ósamþykktum tattústofum, í földum og ólöglegum vopnabúrum, eða líkhúsum.

Þórsteinn er einn allra efnilegasti og sérstakasti ljósmyndari landsins um þessar mundir. Eftir að hafa vakið athygli fyrir undirheimamyndir sínar á Instagram hefur hann smám saman verið að færa út kvíarnar, haldið vel sótta einkasýningu, stýrt tónlistarmyndandi auk þess sem viðfangsefnin verða stöðugt fjölbreyttari.

Ítarlegt viðtal við Þórstein má lesa helgarblaði DV.

Alsæla ungdómsins

„Með árunum er ég að fjarlægjast þessa glæpaljósmyndun og er smám saman farinn að einbeita mér að öðru,“ segir Þórsteinn. En þessi breyting sést meðal annars á borgarlandslagsmyndum sem hann hefur verið að vinna að undanförnu, sem og einkasýningu hans sem haldin var síðasta sumar – þeirri fyrstu í áratug.

… um líf ljósmyndarans

„Það er erfitt að vera ungur samtímaljósmyndari á Íslandi. Það finnst mörgum það sem maður gerir vera flott og „læka“ á Instagram, en það eru fáir sem kaupa myndir. Ég verð alltaf að sinna öðrum verkefnum til hliðar til að fjármagna verkefnin mín. Íslendingar hafa ekki jafn mikinn áhuga á samtímaljósmyndum og þeir hafa á myndlist. Við snobbum svolítið fyrir þessu, ef þú ert myndlistarmaður með kameru ert þú velkominn inn á söfn eða gallerí með myndirnar þínar en ef þú ert ljósmyndari er ekki pláss fyrir þig. Ég hef heyrt fólk tala um að þetta sé að breytast, ég persónulega finn ekki fyrir því, en ég vona að það sé rétt því það er mikið af frábærum ungum ljósmyndurum sem eiga skilið að fá tækifæri.“

Í verkefninu sem hann kallar „Juvenile Bliss“, og mætti kannski íslenska sem Alsæla unglingsáranna, blandaði hann saman myndum sem hann hafði tekið af sér og vinum sínum á unglingsaldri og svo myndum af unglingahóp í dag sem hann fékk að fylgja eftir og ljósmynda í sínu hversdagslega lífi. Sem hluta af seríunni tók hann einnig portrettmyndir af einstaklingum í hópnum á „large-format“ filmu, en það gerir honum kleift að framkalla myndirnar mjög stórar og nákvæmar.

„Við könnumst öll við það að vera á þessum aldri, áður en ábyrgðin, áhyggjurnar, stressið og óöryggi varðandi framtíðina kemur. Þú ert frjáls undan þessu og laus við það. Þér er í raun alveg sama hvað þú gerir því þér finnst ekki vera neinar afleiðingar. Þetta endurspeglast í því hvernig þú talar, hvernig þú hagar þér og hvaða skoðanir þú hefur. Og mér finnst það endurspeglast í myndunum. Mér finnst þetta vera svo dýrmætt tímabil í lífi hverrar manneskju. Þess vegna lagði ég svona mikla vinnu í að mynda þessa krakka, það er einhver neisti sem að maður sér. Á meðan ég var að gera þetta fékk ég að vera partur af þessu, fékk þessa vímu aftur, og ætli maður hafi ekki verið að sækjast eftir því að einhverju leyti líka.“

Fannst þér mikið hafa breyst á þessum áratug, eru þessir krakkar öðruvísi en þinn vinahópur þegar þú varst unglingur?

„Minn hópur var talsvert agressífari, meira glæpagen í okkur. Það var miklu meira verið að dæma. Kannski eru einhverjir svoleiðis vitleysingar ennþá þarna úti, en þessir krakkar eru miklu hreinni, óhræddari við að klæða sig eins og þeir vilja án þess að vera dæmdir fyrir það. Ég held að samfélagið sé að batna mikið hvað þetta varðar – það er allt í lagi að vera samkynhneigður, vera skringilega klæddur, eða vera nörd. Það er bara kúl að vera þú sjálfur.“

Mynd: Þórsteinn Sigurðsson / Xdeathrow

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn