fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Þórsteinn leitaði uppi ólögleg vopn á Íslandi: „árásarrifflar, handsprengjur og alls konar dót “

Heimildaljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson skrásetur lífið í myrkari hornum Reykjavíkur – Glæpamenn, graffitígengi og heimilislausir eru meðal viðfangsefna

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 21:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heimildaljósmyndum Þórsteins Sigurðssonar, sem einnig kallar sig Xdeathrow, fáum við ómetanlega innsýn í ýmsa falda afkima íslensks samfélags sem annars rata sjaldan í sviðsljósið. Í myndunum fangar Þórsteinn frelsið og kraftinn, stjórnleysið og fegurðina utan alfaraleiðar, hvort sem það er hjá hangsandi, tískumeðvituðum unglingahópum, vegglistamönnum sem skreyta borgina í skjóli nætur, heimilislausum óreglumönnum, djömmurum og dópistum á ósamþykktum tattústofum, í földum og ólöglegum vopnabúrum, eða líkhúsum.

Ítarlegra viðtal við Þórstein má lesa helgarblaði DV.

Alltaf með myndavélina á sér

„Það kom langt tímabil þar sem ég var ekki að gera neitt. Þrátt fyrir að ég væri ekki að taka myndir fylgdist ég með og hafði miklar skoðanir á samtímaljósmyndun, graffheiminum og öllu þessu, var mjög gagnrýninn. Ég var algjör áhorfandi en var samt ekkert bitur út í sjálfan mig, ég vissi að þetta myndi koma aftur til mín. Ég var bara í lægð og leyfði mér að vera það,“ segir hann og rifjar upp augnablikið sem ljósmyndaástríðan spratt óvænt upp aftur.

„Það var fyrir svona tveimur og hálfu ári þegar ég var að ganga í gegnum garðinn hjá Landakotskirkju. Ég hitti gamlan félaga, aðeins yngri en ég, sem ég hafði verið að mynda frá því að hann var svona 12 eða 13 ára. Hann hafði verið í mikilli óreglu og sat þarna með vini sínum þar sem þeir voru að reykja einhvern vindling, einhverja jónu. Hann kallaði á mig, sagðist hafa verið útskrifaður af spítala sama dag, lyfti upp peysunni og sýndi mér stungusár. Hann spurði hvort ég vildi ekki taka mynd af honum. Ég hafði ekki verið að taka myndir í svolítinn tíma svo ég gat bara tekið mynd á símann minn. Þegar ég gekk heim hugsaði ég að héðan í frá skyldi ég alltaf vera með myndavél á mér. Núna skyldi þetta byrja upp á nýtt. Ég fann einhvern rosalegan kraft og hef ekki stoppað síðan.“

Upp frá þessu hefur Þórsteinn alltaf verið með 35 millimetra „point-and-shoot“ filmuvél með sér og segir að í dag fái hann nánast martraðir um að vera ekki með myndavél til að mynda það sem drífur á daga hans – ekki fyrir aðra heldur einfaldlega sem eins konar skrásetningartæki.

Að undanförnu hefur Þórsteinn fylgt eftir tveimur mönnum sem hafast við í gámabyggð fyrir heimilislausa úti á Granda.
Lífið í gámum Að undanförnu hefur Þórsteinn fylgt eftir tveimur mönnum sem hafast við í gámabyggð fyrir heimilislausa úti á Granda.

Mynd: Þórsteinn Sigurðsson / Xdeathrow

Þórsteinn hóf ljósmyndaferil sinn þegar hann skrásetti list og lífsstíl vina sinna sem voru virkir í að skreyta veggi Reykjavíkur í óþökk góðborgaranna.
Bakgrunnur í veggjalist Þórsteinn hóf ljósmyndaferil sinn þegar hann skrásetti list og lífsstíl vina sinna sem voru virkir í að skreyta veggi Reykjavíkur í óþökk góðborgaranna.

Mynd: Þórsteinn Sigurðsson / Xdeathrow

Dulúð, hætta og fegurð

Augnablikin sem hann fangaði úr umhverfi sínu og deildi á samfélagsmiðlinum Instagram fóru smám saman að vekja athygli og umtal. Eins og áðurnefnd mynd sem tekin var í garði Landakotskirkju voru þær harðar og hráslagalegar, þær birtu veruleika sem er yfirleitt falinn undir yfirborðinu, djamm og dóp, jaðarhópa og glæpamenn. Þórsteinn rifjar til að mynda upp ljósmyndaröð þar sem hann hafði leitað uppi ólögleg skotvopn í undirheimum borgarinnar.

„Þetta var á þeim tíma þegar það var mikið verið að tala um hvað það væri mikilvægt að lögreglan þyrfti að vopnast. Mig langaði að athuga af hverju lögreglan væri að hugsa svona, hvort það væri eitthvað til í þessu. Ég fór með félaga mínum í að kanna þetta, og við fundum alls konar stöff sem ég fékk að taka myndir af. Í eitt skipti var ég pikkaður upp um miðja nótt, keyrður út á land, þar sem ég fékk að kíkja inn í vopnabúr. Þarna voru árásarrifflar, handsprengjur og alls konar dót sem ég hafði aldrei séð áður nema í bíómyndum. Ég prófaði árásarriffilinn sjálfur, þetta var alvöru dót, ekki eitthvað blöff. Þetta var allt virkt. Þetta voru hins vegar ekki vopn sem voru notuð í neinu glæpatengdu dæmi, ekki ætlað til að meiða eða drepa, heldur voru þau keypt sem safnarahlutir – eins fáránlega og það hljómar kannski.“

En þó að harka og jafnvel ljótleiki hafi stundum einkennt myndirnar leggur Þórsteinn áherslu á fegurðina sem er oftar en ekki til staðar: „Ég sæki ósjálfrátt í aðstæður þar sem er einhver dulúð, einhver hætta, spenna og jafnvel ljótleiki, en um leið og maður finnur hið mannlega í þessum aðstæðum verður það sem rómantískt og fallegt. Oft eru þetta aðstæður sem hinn venjulegi maður vill aldrei lenda í, en það er manneskja þarna og það er fallegt.“

[[9401AFA92C]]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“